is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35014

Titill: 
  • Það sem virkar fyrir þig, þarf ekki endilega að virka fyrir mig : að hvaða leiti stuðlar vendinám að meira jafnrétti til náms?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er rannsóknarritgerð og byggir á eigindlegri aðferðafræði, þar sem tekin voru viðtöl við þrjá viðmælendur og voru inntök viðtalanna viðhorf þeirra til vendináms. Markmið ritgerðarinnar er að kynna vendinám og í framhaldi af því útskýra hvað felst í hugtakinu jafnrétti til náms. Við lifum á tíma tæknialdarinnar þar sem aðgangur að interneti og stafrænni miðlun er orðin sjálfsagður hlutur í huga flestra okkar. Með vendinámi hafa nemendur jafnt tækifæri á að meðtaka viðfangsefni námsins. Efni hverrar viku er aðgengilegt á netinu hvar og hvenær sem er. Nemandinn getur hlustað og horft á efnið oftar en einu sinni, hann getur stoppað þegar honum hentar og spólað fram og aftur að vild. Vendinám er sérstaklega gott fyrir nemendur með einhvers konar námserfiðleika. Samkvæmt aðalnámskrá á að fræða ungmenni um jafnrétti og hvað það er sem veldur því að ákveðnir hópar verða forréttindahópar á meðan aðrir hópar eða einstaklingar verða að minnihlutahópi. Jafnrétti sem slíkt er víðtækt hugtak og í stuttu máli er hægt að útskýra það sem rétt okkar allra til að standa jafnfætis, fá sömu tækifærin og sömu virðingu, sama hver við erum, hvaðan við komum eða hvernig við lýtum út.
    Í þessari ritgerð leitast höfundur við að svara spurningunni: Að hvaða leiti stuðlar vendinám að meira jafnrétti til náms? Niðurstöður viðtalanna benda til þess að með notkun vendináms er verið að veita nemendum það tækifæri að geta hlustað og horft á fyrirlestra með námsefninu hvar og hvenær sem er og þannig mætt þörfum hvers og eins á þeim stað sem þeir eru staddir námslega. Námið er einnig einstaklingsmiðaðara og persónulegra og er kennaranum gefið það tækifæri að kynnast nemendum sínum betur með því að færa fyrirlestranna út fyrir kennslustofuna. Af því sem fram hefur komið hér að framan er niðurstaðan sú að vendinám stuðlar að meira jafnrétti til náms.

Samþykkt: 
  • 2.3.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð- Stella Steingrímsdóttir - 081289-3019. .pdf303.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing með lokaverkefni Stella Steingrímsdóttir.pdf98.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF