is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35016

Titill: 
  • Eineltisáætlun íþróttafélaga, bara til sýnis? : notkun eineltisáætlana hjá íþróttafélögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einelti er vandamál sem á sér stað alls staðar í heiminum og er starfsemi íþróttafélaga þar ekki undanskilin. Íþróttafélög þurfa að vinna gegn eineltismálum líkt og skólar, tómstunda- og frístundastarf og foreldrar. Í þessari ritgerð verður farið yfir alvarleika eineltis, afleiðingar þess og hvernig best er að vinna gegn því hjá íþróttafélögum. Gerð var rannsókn um fræðslu þjálfara íþróttafélaga um eineltismál og hversu hæfir þeir eru til þess að sjá birtingamyndir þess og bregðast við. Tekin voru þrjú viðtöl við stjórnarmeðlimi íþróttafélaga um eineltisáætlun félagsins, ef hún var til staðar og hvernig félagið vinnur á eineltismálum sem geta átt sér stað innan starfsins. Áhugavert var að sjá hvaða vinnu þjálfarar byrja á þegar þeir verða vitni að einelti og hvernig íþróttafélög vilja að þeir nálgist það.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að íþróttafélög fylgja réttum aðferðum þegar kemur að eineltismálum en fræðsla þjálfara um birtingamyndir eineltis og hvernig þeir eigi að taka á málum á faglegan hátt er ábótavant. Vegna skorts á fræðslu geta þjálfarar myndað sínar eigin aðferðir í baráttu sinni gegn einelti, þar sem þeir byggja á sína eigin reynslu og þær aðferðir eru ekki alltaf þær réttu.

Samþykkt: 
  • 2.3.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35016


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Viktor Orri Þorsteinsson.pdf317,02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Viktor-Orri.pdf337,44 kBLokaðurYfirlýsingPDF