is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35024

Titill: 
  • Hinn nýi svaladrykkur? Ímynd orkudrykkja á Instagram
  • Titill er á ensku A refreshing drink? Image of energy drinks on Instagram
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða ímynd orkudrykkja á Instagram. Neysla orkudrykkja hefur sprungið út á síðustu árum og eru drykkirnir sérstaklega vinsælir hjá ungu fólki. Instagram þótti hentugur miðill til að skoða ímynd orkudrykkjanna þar sem markaðssetning þeirra fer að miklu leyti fram í gegnum miðilinn og einnig vegna þess hve vinsæll miðillinn er hjá unglingum og ungu fólki. Í rannsókninni voru Instagram reikningar fjögurra vinsællra orkudrykkjategunda innihaldsgreindir. Áhugavert var að skoða hvaða skilaboð orkudrykkjategundirnar eru að senda í gegnum Instagram og hvaða áhrif þau gætu haft á unglinga. Niðurstöðurnar benda til þess að ímynd orkudrykkja á Instagram sé af nokkurskonar ferskum heilsudrykk sem auki orku. Drykkirnir voru oft tengdir við heilsu og íþróttaiðkun/æfingar og voru oftast auglýstir af íþróttafólki en einnig voru þeir stundum auglýstir af venjulegum áhrifavöldum. Þá var orkudrykkjunum gjarnan lýst sem ferskum og svalandi drykkjum sem ættu að geta svalað þorsta.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this research was to look at the image of energy drinks on Instagram. Consumption of energy drinks has increased tremendously in Iceland in the last couple of years. A large proportion of consumers of these drinks are in fact adolescents and young people. Instagram was considered a suitable media for viewing the drinks’ image as their marketing is largely conducted through the app and also because of how popular the app is for adolescents and young people. Instagram accounts of four different energy drink types were analysed with content analysis. It was interesting to see what kind of messages the energy drinks are sending trough Instagram and possible effects on adolescents. The results indicate that the image of energy drinks is of some sort of fresh and healthy drink that enhances energy. The drinks were often associated with health and sport activities/exercises and were usually advertised by athletes but they were also sometimes advertised by the usual social media influencer. In between, the drinks were often described as fresh and cooling drinks that should quench thirst.

Samþykkt: 
  • 12.3.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JennyHardardottir_BA_lokaverk.pdf987.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna