is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35026

Titill: 
  • Meðhöndla fjölmiðlar flugfélögin á sama hátt?
  • Titill er á ensku Do the media handle the airlines equally?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðasta áratug hefur mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi margfaldast, og með því reiða fleiri atvinnurekendur sig á innstreymi ferðamanna til landsins. Um áratugaskeið var einungis eitt ríkjandi flugfélag á millilandamarkaði, Icelandair. Í gegnum tíðina hafa mörg flugfélög verið stofnuð á Íslandi til höfuðs Icelandair en fáir haft erindi sem erfiði. Árið 2012 hóf sig til flugs nýtt flugfélag í eigu frumkvöðulsins Skúla Mogensen, Wow Air, en Skúli kom efnaður heim eftir vel heppnaðan fjárfestingaferil í Kanada og ákvað að setja sitt mark á flugbransann með því að nýta sér nokkuð nýtilkomnar vinsældir Íslands sem ferðamannastaðar. Skúli stofnaði félagið 2011 og hóf starfsemi 2012. Með tilkomu WOW Air og hröðum vexti félagsins árin á eftir varð í fyrsta sinn um langa hríð til stór og öflugur keppinautur fyrir Icelandair í samkeppninni um flug til og frá landinu. Eins og oft vill verða þegar miklar breytingar verða á markaði er umfjöllun um persónur og leikendur mikil og efnistökin fara oft vítt og breitt. Í rannsókn þessari er umfjöllun um félögin skoðuð með hliðsjón af uppgangi WOW air og endalokum þess og efnistök umfjöllunar um félögin borin saman með það að markmiði að greina hvort og þá hvernig fjölmiðlar fjalla um félögin á ólíkan hátt. Hvort að félögin njóti þar sannmælis og hvort að umfjöllun fjölmiðlanna geti talist sanngjörn gagnvart báðum félögum. Einnig er rætt við viðskiptaritstjóra stórs fjölmiðils sem hefur skrifað mikið um flugfélögin og leitast við að fá svör við því hvað einkennir umfjöllun og upplýsingaöflun fjölmiðla þegar kemur að flugfélögunum.

  • Útdráttur er á ensku

    In the last decade the importance and size of the tourism industry in Iceland has grown tremendously causing more and more companies to rely on the influx of foreign tourists into the market. For many decades Iceland only had one international carrier, Icelandair. Through the years many airlines have been founded in Iceland to compete with Icelandair but few have survived long. In 2012 a new airline took to the skies, Skúli Mogensen' Wow Air, but Skúli had returned from a successful investment career in Canada and decided to put his mark on aviation while hitching his wagon to the newfound tourism boom. Skúli founded Wow Air in 2011 but the maiden flight was flown in 2012. With the advent of Wow Air and the company's rapid growth in the years to come, Icelandair had a large and powerful rival in their home market. As is often the case when there are major changes in a market, the discourse often centers around the characters and players and the area of content is wide. In this study, the coverage of the companies is examined in light of the rise of WOW air and its end. The content of the coverage of the companies is compared with the aim of analyzing whether and how the media deals with the two companies in different ways. An interview with the business editor of a large newspaper will be conducted, as he has written extensively on the airlines. Answers will be sought as to what characterizes media coverage and their reference collection when it comes to the airlines.

Samþykkt: 
  • 12.3.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TorfiGeirSimonarson_BA_Lokaverk.pdf1,37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna