is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35031

Titill: 
  • Aukið aðhald hluthafa í skráðum fyrirtækjum : mun innleiðing SRDII í EES-rétt veita stjórnum skráðra félaga meira aðhald og draga úr áhættusækni og skammtímahugsun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um þá rannsóknarspurningu hvort hægt sé með aukinni virkni hluthafa í skráðum félögum að ná því markmiði að bæta stjórnarhætti og langtíma hag félaga. Einnig hvort tilskipun Evrópuþingsins og Evrópuráðsins (ESB) nr. 2017/828 (hér eftir „Shareholders Rights Directive II / SRDII“) muni stuðla að því markmiði í félagarétti hér á landi. Mun sú tilskipun leggja nýjar skyldur á herðar aðila á markaði. Skoðað verður: 1) hvort fullt gagnsæi á samsetningu hluthafahópsins muni hvetja hluthafa til virkni við atkvæðagreiðslur og 2) hvort skilyrt samþykki hluthafa á starfskjör og starfskjara¬stefnu stjórnenda sem og viðskipti tengdra aðila muni leiða til aukinnar áherslu á langtíma frammistöðu. Markmiðið er að bæta stjórnarhætti félaga og auka áherslur á langtíma hagsmuni og með því auka þjóðarhag, nýsköpun og atvinnu. Með tilskipuninni munu hluthafar og stjórnir félaga öðlast aukin réttindi og innsýn en einnig nýjar kvaðir sem fylgja aukinni þátttöku.
    Í kjölfar hrunsins í Evrópu árið 2008 hefur verið lögð áhersla á aukið fjármálalegt og þjóðhagslegt eftirlit. Reglum um reikningsskil fjármálafyrirtækja og skráðra félaga á markaði hefur sem dæmi verið breytt. Tilskipunin skyldar skráð fyrirtæki á markaði til að veita meira gagnsæi á störf og ákvarðanir stjórnenda varðandi starfskjör og viðskipti tengdra aðila. Stofnanafjárfestum og milliliðum er skylt að uppfylla sömu gagnsæiskröfur auk þess að tilgreina hvernig stefna þeirra stuðli að langtíma skuldbindingu og styðji við góðan rekstur til langs tíma. Markmið breytinganna er að draga úr áhættusækni stjórnenda og takmarka áhrif skuggastjórnenda eða stórra eigenda.
    Tilskipunin SRDII verður að vera innleidd í landslög innan Evrópusambandsins (hér eftir „ESB“) eigi síðar en í júní 2019. Hér verður skoðað hvaða áhrif þessar breytingar gætu haft á störf stjórnenda og hvort aðhald og ítök hluthafa, beint eða í gegnum milliliði, muni aukast með auknu gagnsæi. Skoðuð verður lauslega forsaga þeirra atburða sem leiddu til þessara breytinga og reynt að meta hvort það aðhald sem stefnt sé að sé raunhæft.

Samþykkt: 
  • 12.3.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar.Arnljotsson_BS_lokaverk.pdf539.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna