is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35032

Titill: 
 • Staða mannauðsstjórnunar í íslensku verslunarfyrirtæki : upplifun stjórnenda og starfsfólks á mannauðsmálum fyrirtækisins
 • Titill er á ensku The status of human resource management within an Icelandic commercial company : the perspective of upper management and employees of human resource management within the company
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknarskýrslu snýr að greiningu og framsetningu lykilþátta mannauðsmála innan fyrirtækis sem starfar í verslunargeiranum á Íslandi. Rannsakað var hvort að tiltekið fyrirtæki styðjist við fræði mannauðsmála í daglegum rekstri. Markmið rannsóknarinnar var að gera grein fyrir upplifun stjórnenda og starfsfólks á mannauðsmálum innan fyrirtækisins. Þá er vonin að útkoma rannsóknarinnar geti gefið skýra mynd af mannauðsmálum fyrirtækisins. Rannsóknarspurningar eru svohljóðandi: Nýta stjórnendur fyrirtækisins sér fræði mannauðsmála í daglegum rekstri? Er samræmi milli útibúa fyrirtækisins varðandi starfsánægju?
  Framkvæmd rannsóknarinnar fór fram með tilviksrannsókn jafnt og eigindlegum- og megindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru viðtöl við stjórnendur fyrirtækisins og spurningakönnun lögð fyrir starfsfólk. Fræðilegur bakgrunnur byggist eingöngu á fyrri rannsóknum á viðfangsefninu sem og fyrirliggjandi fræðum. Niðurstöður eru settar fram með þemagreiningu, lýsandi tölfræði og myndrænum hætti. Að lokum má finna hagnýtar tillögur sem ætlað er að hafa leiðbeinandi gildi fyrir viðkomandi fyrirtæki.
  Taka skal til athugunar að niðurstöður rannsóknarinnar eiga einungis við þau tilvik sem rannsóknin snýr að, fyrirtækið sjálft. Benda niðurstöður til þess að mannauðsmálum er sinnt af prýði innan fyrirtækisins. Engin skilgreind mannauðsstefna er þó innan fyrirtækisins en stjórnendur virðast þó átta sig á mikilvægi hennar og nota fræði mannauðsstjórnunar á einhvern máta. Einnig gefa niðurstöður til kynna að mikil starfsánægja ríkir innan fyrirtækisins.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this research report is to analyse and present the key human research metrics of a company within the retail industry in Iceland. The research analysed whether the company used the theories of human resource management in their daily operation. The goal of the research was to be able to define the perspective of both upper management and other employees of how the human resource management is handled within the company. The purpose of the findings was to be able to get a clear image of where the company stands within that subject and whether there is room for improvement. The research questions are: Does the company‘s upper management follow human resource theories in their daily operation? Is there consistency between branches within the company when it comes to employee satisfaction?
  This case study is based on qualitative and quantitative research methods. Interviews with managers were conducted and a questionnaire was sent to employees. The theoretical background is solely based on previous researches regarding the subject and available studies. The results were presented with theme coding, descriptive statistics and graphically. Finally, practical suggestions can be found that are intended to have an indicative value for the company in question.
  The results of this research only apply to the cases involved in this particular study, the company itself. The results show that human resource matters are handled well within the company. There is, however, no defined human resource strategy within the company, but managers do seem to realize its importance and rely on human resources management theories to some extent. The results also indicate that there is a high level of job satisfaction within the company.

Samþykkt: 
 • 12.3.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AstrosHakonardottir_BS_lokaverk.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna