Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35033
Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að skoða alþjóðlega reikningsskilastaðalinn IFRS
16 í samanburði við forvera hans IAS 17 og kanna áhrif þess á valdar lykiltölur, að
meta vaxtastig og tímalengd leigusamnings á mismunandi máta. Með upptöku IFRS 16
eru gerðar miklar breytingar á reikningsskilum fyrirtækja sem fara eftir IFRS. Skoðuð
var sú breyting sem varð í reikningsskilalegum skilningi við gildistöku IFRS 16 og sett
upp einfölduð dæmi til að kanna hvaða áhrif það að breyta vaxtastigi og tímalengdum
á leigusamningum hefði á valdar lykiltölur í ársreikningum. Við skoðun kom í ljós að
atriði við mati á vaxtastigi og tímalengdum leigusamninga eru óskýr í staðlinum og geta
verið háð mati stjórnenda.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að vaxtastig leigusamnings hafi ekki
mikil áhrif á þær lykiltölur sem valdar voru til skoðunar, og ætti því ekki vera það sem
stjórnendur huga helst að við ákvarðanir sínar. Hins vegar hafði tímalengd
leigusamninga og þá mat á endadagsetningu samnings meiri áhrif á valdar lykiltölur,
því skipti tímalengdin meira máli en vaxtastigið þegar kom að þeim lykiltölum sem
skoðaðar voru í ritgerðinni. Mikilvægt er fyrir greinendur ársreikninga að vita af
þessum atriðum því þau geta hæglega haft áhrif það hvernig efnahagsreikningur
fyrirtækja lýtur út eftir upptöku IFRS 16.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerð_IFRS16_DS.pdf | 894.91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |