is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35034

Titill: 
  • Forgangsröðun samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja : ákall um rýni á forgangsröðun aðgerða samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja eftir þáttum, flokkum og tegund aðgerða
  • Titill er á ensku Prioritization of corporate social responsibility : appeal to reconsideration on the view of prioritizaition of CSR operations by classes, categories and types of operation
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er skoðað hvernig aðgerðum í rekstri fyrirtækja sem eru ætlaðar til styðja við samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins er forgangsraðað. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð í ritgerðinni, vísan í fræðiefni og tilviksathuganir. Lögð er fram tillaga að líkani fyrir forgangsröðun samfélagslegrar ábyrgðar. Líkanið skiptir ýmsum atriðum samfélagslegrar ábyrgðar niður í hópa, svo sem þætti, flokka og tegundir aðgerða. Samfélagsleg ábyrgð skiptist niður í þætti ábyrgðar sem geta verið allt frá sautján markmiðum Sameinuðu Þjóðanna eða annað sem er skynsamlegt í viðkomandi starfsgrein. Hverjum þætti má skipta niður í þá flokka ábyrgðar sem fyrirtækið ber, beina ábyrgð, óbeina ábyrgð og ytri ábyrgð. Í hverjum flokki getur fyrirtækið framkvæmt aðgerðir sem er skipt niður eftir áhrifum þeirra, tegundir aðgerða eru jákvæðar aðgerðir, neikvæðar aðgerðir, hlutlausar aðgerðir, fyrirbyggjandi aðgerðir og mótvægisaðgerðir. Forgangsröðunin byggist á þeirri forsendu að markmið samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja sé að takmarka skaða og hámarka hagnað með tilliti til mannréttinda og sjálfsbærni samfélagsins. Tilvikin sem voru tekin fyrir eru þrjú talsins og snúa að fyrirtækjunum Brúnegg, Glitni og Sparisjóði Strandamanna. Brúnegg ýtti undir væntingar neytenda um græna framleiðslu og braut á sinni beinu ábyrgð með því að fara illa með alifugla sína og blekkti neytendur. Glitnir var ásamt hinum íslensku bönkunum stór þáttakandi í aðdrögum bankahrunsins árið 2008. Glitnir lagði mikla áherslu á ytri ábyrgð og takmarkaða beina ábyrgð en heilbrigðir stjórnarhættir voru ekki í forgangi. Sparisjóður Strandamanna hefur sótt að sér gagnrýni fyrir að halda áfram að veita smálánafyrirtækjunum óbeint aðgengi að kröfupotti Reiknistofu Bankanna. Óbeinn stuðningur við framferði smálaánfyrirtækja bitnar á þeim sem minnst mega sín í samfélaginu og fellur ekki undir það að standa vörð um atvinnulíf, mannlíf og velferð skv. samþykktum ákvæðum sparisjóðsins. Sparisjóður Strandamanna lagði áherslu á ytri ábyrgð en brást sinni óbeinu ábyrgð. Ef forgangsröðun samfélagslegrar ábyrgðar er ekki með eðlilegum hætti þá geta afleiðingar fyrir fyrirtæki verið sem slík og í tilvikunum þremur. Niðurstöður ritgerðarinnar er að það er brýn þörf fyrir endurskoðun á forgangsröðun samfélagslegrar ábyrgðar hjá fyrirtækjum, þar sem samfélagsleg ábyrgð verður sífellt mikilvægari í nútíma samfélagi en með henni fylgir líka aukin rýni frá almenningi um hvort sé að ræða raunverulega samfélagslega ábyrgð.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay examines how the operations of companies that are intended to support corporate social responsibility (CSR) are prioritized. A qualitative research method is used along with a reference to academic resources and case analysis. In the essay a model for the prioritization of operations within CSR is presented. The model categorizes various elements of CSR into groups, such as classes, categories and types of operations. The classes of CSR can be a wide array of things that are reasonable within that relevant industry, for example the seventeen sustainable development goals of the United Nations. Each class can be divided into categories of responsibilities that the company holds such as direct responsibility, indirect responsibility and the external responsibility. For each category, the company can perform operations that are classified by their impact. The types of operations are divided into positive operations, negative operations, neutral operations, preventive operations, and correctional operations. The model prioritizes CSR operations based on the assumption that the aim of CSR is to minimize harm and maximize profits with respect to human rights and a sustainable society. There were three case studies for the companies Brúnegg ehf., Glitnir hf. and Sparisjóður Strandamanna ses. Brúnegg ehf. raised their consumers expectations for a “green” production of goods but failed their direct responsibility by handling their poultry inadequately and deceived their consumers. Glitnir hf. along with the other Icelandic banks took a considerable part in ushering in the financial banking crisis the year of 2008. Glitnir placed a great emphasis on external responsibility and to a certain degree direct responsibility, but a healthy corporate governance culture was not a priority. Sparisjóður Strandamanna ses. provided some priority to their external responsibilities but failed to measure up to their indirect responsibility by indirectly aiding a group of so-called payday loan companies that target the most vulnerable members of Icelandic society. Sparisjóður Strandamanna did so by giving the companies indirect access to the claim collection system of Reiknistofu Bankanna which would not conform to their policy of supporting economic activity, human life and welfare. Thus, we can infer from these cases that if the priorities of CSR operations are not organized in a natural and a reasonable manner that the consequences might be detrimental to the company. The result of this essay concludes that there is an urgent need for a reconsideration of the prioritization of CSR in companies since as it is becoming increasingly relevant in modern society so does the scrutiny of the public when deliberating on whether a company is actually prioritizing real CSR.

Samþykkt: 
  • 12.3.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EvaValdisJohonnudottir_BS_lokaverk.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna