is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35036

Titill: 
  • Val og innleiðingaferli viðskiptakerfa
  • Titill er á ensku Selection and implementation process of ERP systems
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Val og innleiðing viðskiptakerfa er flókið viðfangsefni sem flestar skipulagsheildir ganga í gegnum í það minnsta einu sinni á sínum líftíma. Í þessari ritgerð er þetta flókna en um margt áhugaverða viðfangsefni sett í samhengi við nokkrar kenningar breytingastjórnunar. Höfundur rannsakaði hvernig meðalstórar og stórar íslenskar skipulagsheildir standa að vali og innleiðingarferli á viðskiptakerfum. Í svörum viðmælanda kom fram að meginástæða fyrir endurnýjun á viðskiptakerfi er að eldri kerfi eru orðin tæknilega úrelt, með háan rekstrarkostnað og geta takmarkað möguleika til framþróunar. Einnig eru nefndar aðrar ástæður t.d. kröfur frá ytra umhverfi og öryggissjónarmið. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipulagsheildirnar hefðu í öllum tilvikum þurft að standa betur að skipulagi við valferli á nýju viðskiptakerfi t.d. með skipulagðri forgreiningu þar sem helstu kröfum er lýst og forgangsraðað með mælikvörðum. Endurnýjun á viðskiptakerfi er talsverð fjárfesting og það kom á óvart að enginn af stjórnendum skipulagsheildanna hafði lagt með skipulögðum hætti mat á arðsemi af fjárfestingunni (ROI). Slíkt mat er mikilvægt og dregur fram með skýrum hætti hvar mögulegt er að lækka rekstrarkostnað til framtíðar. Mat á áætlaðri arðsemi fjárfestingar getur verið bæði leiðarljós og grunnur að mati á árangri innleiðingarinnar á nýju viðskiptakerfiverkefnisins. Umfangsmikil verkefni hafa mikil áhrif innan skipulagsheilda. Þau kalla á að horft sé til stefnu skipulagsheilda og hún endurskoðuð ef þörf er á. Sjálft innleiðingaferlið hefði mátt bæta talsvert í öllum tilvikum og ættu skipulagsheildir að horfa meira til aðferða breytingastjórnunar í því samhengi og draga þannig úr áhættu.

Samþykkt: 
  • 12.3.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GudmundurSmariOlafsson_BS_Lokaverk.pdf2.53 MBLokaður til...31.12.2020HeildartextiPDF