is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3504

Titill: 
 • Sérfræðiábyrgð í mannvirkjagerð
Titill: 
 • Professional liability in the construction industry
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Innan skaðabótaréttar hefur myndast réttarsvið, sérfræðiábyrgð, sem hefur það að einkenni að gerðar eru strangari kröfur til faglegra vinnubragða innan tiltekinna starfssviða. Í ljósi vaxandi mikilvægis þessa réttarsviðs og fjölda tilvika, þar sem fasteignum er áfátt, er verðugt að kanna hvort leggja beri hinn stranga mælikvarða sérfræðiábyrgðarinnar til grundvallar við mat á því hvort fagmenn við byggingu mannvirkis hafi fullnægt þeim skyldum sem á þeim kann að hvíla.
  Í upphafskafla ritgerðarinnar, þ.e. öðrum kafla, er að finna almenna umfjöllun um sérfræðiábyrgð og stiklað verður á helstu efniseinkennum hennar. Er þá skoðað hvaða áhrif það hefur þegar samningssamband ríkir milli sérfræðings og tjónþola og hvort ábyrgðin fari eftir reglum innan eða utan samninga. Þá er jafnframt kannað hvort endurgjald hafi einhverja þýðingu við mat á því hversu ríka kröfu unnt er að gera til vinnubragða sérfræðingsins. Í lok kaflans eru svo reifaðar kenningar eldri sem og yngri fræðimanna um hvaða aðilar falla undir hugtakið sérfræðiábyrgð. Í því samhengi eru tilgreind tiltekin efnisleg viðmið sem marka ákveðinn útgangspunkt ritgerðarinnar.
  Í þriðja kafla er fjallað um mannvirkjagerð. Er þar m.a. vikið að mismunandi tegundum verktöku og þeim úrræðum sem eigandi mannvirkis hefur þegar hann verður var við annmarka á því.
  Næstu fjórir kaflar, þ.e. fjórði til sjöundi kafli, mynda meginefni ritgerðarinnar. Í köflunum er rannsakað hvort og þá á hvaða aðilum sérfræðiábyrgð kann að hvíla þegar í ljós koma gallar á mannvirki. Aðferðafræðin við rannsókn þessa er fólgin í því að draga fram meginskyldur aðila við helstu stig mannvirkjagerðar, þ.e. undirbúning, hönnun, framkvæmdir og eftirlit, og skoðað hvaða kröfur beri að gera hverju sinni. Í þessu sambandi er að verulegu leyti stuðst við erlenda dómaframkvæmd og fræðikenningar enda er fáum dómafordæmum og fræðiritum til að dreifa um þetta efni hér á landi. Einkum er þó stuðst við danskan rétt enda er það almennt viðurkennt að áhrif hans hafi mikla þýðingu fyrir íslenska lögfræði. Í lok hvers kafla eru dregnar ályktanir um ábyrgð aðila innan hvers stigs og rök færð fyrir helstu niðurstöðum.

Samþykkt: 
 • 5.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKA_fixed.pdf692.57 kBLokaðurMeginmálPDF
forsida_fixed.pdf48.36 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna