is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35040

Titill: 
 • „First impressions last – það er bara þannig“: er þörf fyrir markvissa þjálfun og móttöku nýliða hjá verslunum Samkaupa?
 • Titill er á ensku „First impressions last – that's the way it is" : is there a need for targeted training and recruiting within the stores of Samkaup?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fjallar um hver upplifun starfsmanna í verslunum Samkaupa er af móttöku og þjálfun þeirra á sínum starfsstöðum. Samkaup er eitt af fjölmennustu fyrirtækjum á Íslandi og reka 60 verslanir um land allt, með tæplega 1300 starfsmenn. Þar sem starfsmannavelta er yfirleitt há í matvöruverslunum fannst rannsakanda áhugavert að skoða hvernig væri staðið að móttöku og þjálfun starfsmanna hjá Samkaup þar sem þeir þættir geta haft mikil áhrif á framtíðar frammistöðu, starfsþróun og starfsánægju starfsmanna. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var
  „Er þörf fyrir markvissa þjálfun og móttöku nýliða hjá verslunum Samkaupa?“
  Fyrri hluti rannsóknarinnar greinir frá fræðilegri umfjöllun um mannauðsstjórnun, sálræna þættinum og öðrum atriðum sem hafa áhrif á starfsmannahald og reksturfyrirtækja. Kynning er á Samkaup og gefin létt innsýn inn í þá þætti sem snúa að starfsmannahaldi fyrirtækisins. Framkvæmd var bæði eigindleg og megindleg rannsókn í formi spurningakönnunnar og hálf opinna viðtala. Þátttakendur voru starfsmenn og stjórnendur innan Samkaupa úr öllum verslunarkeðjum fyrirtækisins og
  hvaðan af landinu. Niðurstöður beggja rannsóknaraðferða voru greindar í sitthvoru lagi en svo dregnar saman í samantekt.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að heilt yfir er ánægja meðal starfsmanna með þá móttöku og þjálfun sem þeir upplifðu á sínum starfsstöðum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti hafði jákvæða upplifun af ferlinu þá var stór hluti sem hefði verið til í meiri fræðslu, þjálfun og utanumhald til að gera enn betur og vera öruggari með verksvið sitt.
  Það helsta sem vakti athygli rannsakanda var að lítið var um afhendingu á fræðsluefni eins og starfslýsingu til nýrra starfsmanna. Eins voru starfsmenn að kalla eftir meira upplýsingaflæði frá sínum yfirmönnum og töldu að það væri eitthvað sem væri hægt að bæta hjá fyrirtækinu í heild sinni.

Samþykkt: 
 • 17.3.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit_ValdisHronnSigmarsdottir.pdf207.96 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
ValdisHronnSigmarsdottir_BS_Lokaskil.pdf3.74 MBLokaður til...09.12.2029HeildartextiPDF