is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35041

Titill: 
 • Markaðsáætlun : nýtt fyrirtæki á íslenskum rafverktaka markaði
 • Titill er á ensku Marketing plan : a new company in the electrical sector in Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Byggingariðnaður hefur aukist á undanförnum árum og sveinum í rafvirkjun fjölgað jafnt og þétt. Ný tækifæri hafa skapast og áherslur á rafverktaka markaði breyst. Megintilgangur verkefnisins var að búa til markaðsáætlun fyrir nýtt fyrirtæki á íslenskum rafverktaka markaði.
  Markaðsáætlunin er samansett af fimmtán aðskildum köflum en hún hefst á fræðilegum bakgrunni þar sem fjallað er um helstu hugtök sem notuð voru við gerð verkefnisins t.d. fimm krafta líkan Porter‘s, SVÓT og PESTLE. Aðferðafræðin sem nýtt var við gerð verkefnisins var sex þrepa líkan Philips Kotler og Kevin Lane Kellar. Fjallað var um fyrirtækið og aðgreiningu þess frá núverandi samkeppnisaðilum, innri og ytri greining framkvæmd þar sem markaðurinn var skilgreindur sem og markaðs aðstæður. Eigindleg rannsókn var framkvæmd til að efla skilning höfundar á markaðnum sem og til að kynnast áætlunum eiganda fyrirtækisins, hvernig hann sér það fyrir sér og hvernig markaðssetningu hann vill fara út í.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að samkeppnisaðilar voru fáir á markaðnum og aðeins var eitt fyrirtæki sem bauð upp á nákvæmlega sömu þjónustu á markaðnum. Áhrifaþættir í ytra umhverfi geta einnig haft mjög mikil áhrif á fyrirtækið t.d. öll þau leyfi og samþykktir frá Mannvirkjastofnun sem fyrirtækið þarf að búa yfir. Eldgos getur einnig haft mikil áhrif á markaðinn í heild sinni og sökum öskufalls geta síubirgðir klárast á landinu ef flugsamgöngur skerðast, hefur þetta áhrif á öll fyrirtæki sem starfa á rafverktaka markaðnum.
  Mikilvægt er fyrir fyrirtækið að sérhæfa sig en við það minnkar fjöldi beinna samkeppnisaðila á markaðnum. Framtíðarhorfur eru þó nokkuð bjartar fyrir fyrirtækið þar sem mörg tækifæri liggja í markaðnum með áframhaldandi tækniframförum og veðurfarsbreytingum.

 • Útdráttur er á ensku

  The construction industry has grown in recent years and the number of graduated electricians has increased steadily. New opportunities have arisen, and the emphasis of the electrical contractor market has changed. Therefore, the main purpose of the project was to create a marketing plan for a new company in this sector in Iceland.
  The marketing plan consists of fifteen separate chapters, the first being the literature review, which discusses theoretical concepts such as: Porter's five force model, SWOT and PESTLE. The methodology tool used in this project was the six-stage model of Philips Kotler and Kevin Lane Kellar. The company was analyzed to find their distinction from existing competitors in South-West Iceland, internal and external analysis were carried out, and the market was defined as well as market conditions. A qualitative study was conducted to enhance the author's understanding of the market, as well as to get acquainted with the owner of the company in order to find out how he sees it and how he wants to market the company.
  The results showed that there were few existing competitors in the market and that there was only one company that offered almost exactly the same services. External factors can also have a major impact on the company, e.g. all permits and approvals from Mannvirkjastofnun that the company must possess. Furthermore, volcanic eruptions can also have a major impact on the whole market as a result of the ash fall. Air-filter stocks can run dry in the country if air transport is impaired, which affects all companies operating in the electrical contractor market.
  It is important for the company to specialize in certain areas, which reduces the number of direct competitors in the market. However, the outlook is fairly bright for the company, as there are many opportunities in the market with continued technological progress and climate change.

Samþykkt: 
 • 17.3.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit_BS_Lokaverk.pdf117.22 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
ViktorÖrnGuðmundsson_BS_Lokaverk.pdf2.16 MBLokaður til...31.12.2022HeildartextiPDF
Samningur_um_trunad(1).pdf217.82 kBLokaðurViðaukiPDF