en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35045

Title: 
  • Title is in Icelandic Sérstaða Toyota : viðhorf til starfsumhverfis Toyota á Íslandi, stöðugar umbætur og þjónandi forysta
  • The uniqueness of Toyota : attitude towards work environment in Toyota Iceland, continous improvement and servant leadership
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsóknir hafa sýnt að stöðugar umbætur bæta rekstur fyrirtækja sé vel að þeim staðið og þegar starfsaðstæður, áherslur stjórnenda og fyrirtækjamenning fela í sér mannlega nálgun, valdeflingu, eflingu sjálfstrausts og áherslu á ábyrgð hvers og eins sem styður við árangur og skapar vellíðan og starfsánægju. Vísbendingar eru um að slíkar áherslur og fyrirtækjamenning tengist að hluta til við hugmyndafræði þjónandi forystu en fáar rannsóknir liggja fyrir um þessi tengsl.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf starfsmanna Toyota á Íslandi til starfsumhverfis á vinnustað sínum og að kanna hvort viðhorfin tengist hugmyndafræði þjónandi forystu. Gerð var eigindleg rannsókn sem fólst í því að taka viðtöl við starfsmenn fyrirtækisins og rannsóknargögn greind þar sem fram komu þrjú meginþemu. Fyrsta þema fjallar um samband fyrirtækisins við starfsfólk sitt, annað þema lýsir hvernig starfsfólk fyrirtækisins horfir á og starfar í þágu viðskiptavina og í þriðja þema koma fram viðhorf um menninguna sem drífur starfsemina áfram.
    Niðurstöður gefa til kynna að mannauðurinn er fyrirtækinu mikilvægur og að viðskiptavinurinn og þjónusta í hans garð er sömuleiðis áhersluatriði. Grunnur árangursins felst í nálgun og menningu sem einkennist af samvinnu, uppbyggilegum samskiptum, nýsköpun og útbreiðslu þekkingar. Niðurstöður gefa einnig til kynna að starfsumhverfi stöðugra umbóta hjá Toyota hér á landi og þjónandi forystu hafi nokkur sameiginleg einkenni og má þar nefna valdeflingu, traust, ábyrgðarskyldu og opið samskiptaflæði. Niðurstöður benda einnig til þess að þjónandi forysta geti stuðlað að fyrirtækjamenningu sem styður árangur stöðugra umbóta og eru þær niðurstöður í takt við fyrri rannsóknir.
    Lykilorð: Stöðugar umbætur, Toyota, Kaizen fyrirtækjamenning, þjónandi forysta

Accepted: 
  • Mar 17, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35045


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sérstaða Toyota DMK.pdf789.22 kBOpenComplete TextPDFView/Open