is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35046

Titill: 
  • Það er krefjandi að finna fólk sem hefur hugsjón : áherslur stjórnenda íþróttafélaga, hvati til sjálfboðinna verkefna og hugmyndafræði þjónandi forystu
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Íþróttir og íþróttastarfsemi tengjast víða samfélögum sterkum böndum og gegna stjórnendur íþróttafélaga mikilvægu ábyrgðar- og leiðtogahlutverki. Stjórnendur skipulagsheilda eru í lykilhlutverki við að framkalla jákvætt umhverfi sem eykur möguleika á árangri og því mikilvægt að stjórnun og forysta taki mið af hagsmunum og velferð fylgjenda. Fáar rannsóknir liggja fyrir um stjórnun íþróttafélaga en rannsóknir um þjónandi forystu benda til að hugmyndafræðin tengist árangri skipulagsheilda. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áherslur stjórnenda íþróttafélaga og hvata þeirra til sjálfboðinna verkefna hjá íþróttafélögum sem vakið hafa eftirtekt fyrir öfluga starfsemi og árangur á landsvísu. Jafnframt var markmið rannsóknar að athuga hvort áherslur stjórnenda þessara félaga endurspegli hugmyndafræði þjónandi forystu. Framkvæmd var eigindleg rannsókn og tekin viðtöl við sjö stjórnendur íþróttafélaga til að varpa ljósi á viðfangsefnið og gögnin þemagreind. Niðurstöður benda til að stjórnendur íþróttafélaga leggi áherslu á eflingu iðkenda og velferð félagsmanna, þeir meti mikils framlag sjálfboðaliða og horfi til virkrar teymisvinnu. Umboð þeirra og hlutverk snúa að samskiptum, upplýsingamiðlun og ákvörðunartöku. Drifkraftur stjórnenda til starfa er gildismat en framtíðarsýn þeirra kristallast af bættri umgjörð og aðbúnaði. Niðurstöður benda til að áherslur stjórnenda íþróttafélaga hafi ómeðvitað nokkra skírskotun í hugmyndafræði þjónandi forystu og greind eru tengsl við lykilhugtök er einkenna hugmyndafræðina. Má þar nefna eflingu, jafningjabrag, auðmýkt, innri vitund og ráðsmennsku. Niðurstöður rannsóknar byggja á viðhorfum og reynslu takmarkaðs hóps viðmælenda og ekki mögulegt að alhæfa á grunni þeirra. Telja má að hugmyndafræði þjónandi forystu geti verið vænlegur valkostur við stjórnun íþróttafélaga.

  • Útdráttur er á ensku

    Sports clubs executives play an important role regarding responsibility and leadership. Research indicate that organizational leaders are instrumental in developing a positive environment and increasing chances of success. It is important that management and leadership consider the interests and welfare of followers. Research in sport management leadership are few but research on servant leadership suggests that the ideology is related to the success of organizations. The objective of this research was to examine the emphasis of sports clubs managers that have attracted attention for dynamic activities and achievements nationally, and their incentives for volunteer projects. Also, the aim of the research was to examine whether the focus of these clubs managers reflect the ideology of a servant leadership. A qualitative study was conducted, and seven sports clubs executives were interviewed to highlight the topic and the data was then thematically analyzed. The results suggest that the management of sports clubs emphasize on the strengthening and well-being of their club members, that they value the contribution of volunteers greatly and stimulate active teamwork. Their authority and role are linked to communication, sharing of information and decision-making and their vision for the future is to improve facilities and conditions. The results indicate that the focus of the management of sports clubs has unconsciously some references in the ideology of servant leadership, that key concepts can be detected, and that the ideology can be a viable option for managing sports clubs.

Samþykkt: 
  • 17.3.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgiBoga MS_lokaverkefni.pdf36,13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna