is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35050

Titill: 
  • Að standa af sér byltingu: Sigurður Jónsson á Grenjaðarstað 1530–1551
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ein af torleystum spurningum í sögu íslensku siðaskiptanna er hvers vegna Sigurður Jónsson (um 1514–1595) prestur á Grenjaðarstað hélt stöðu sinni sem einn helsti kirkjuhöfðingi í Hólabiskupsdæmi. Hann var sonur Jóns Arasonar (1484–1550), síðasta kaþólska biskupsins á Íslandi, og mun hafa verið einn af helstu trúnaðarmönnum föður síns allt þar til Jón var tekinn af lífi ásamt tveimur bræðrum Sigurðar 1550, meðal annars vegna andstöðu þeirra við hinn nýja sið. Þrátt fyrir að bæði sagnaritarar í kjölfar siðaskipta og síðari tíma fræðimenn hafi sett fram ýmsar tilgátur og túlkanir á þessari þversögn, hefur ekki tekist að setja
    fram viðhlítandi skýringu á hvers vegna ferill Sigurðar varð með svo gerólíkum hætti en föður hans og bræðra.
    Í ritgerðinni verður leitast við að svara ofangreindri spurningu. Saga Sigurðar verður rakin eftir því sem tök eru á fram um 1551, en þá voru siðaskiptin formlega gengin um garð á Norðurlandi. Byggt er á frum- og samtímaheimildum eftir því sem kostur er. Auk þess er tekið tillit til síðari tíma fræðirita og fyrri túlkanir á sögu Sigurðar teknar til skoðunar.
    Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er sú að trúnaðareiður sem Sigurður sór Kristjáni konungi III 1542, fyrir hönd föður síns, hafi valdið því að dönsk yfirvöld töldu hann í hópi lútherskra manna á Íslandi. Ekki er vitað um bein afskipti Sigurðar af siðaskiptadeilum eftir heimkomu af þessum konungsfundi og engar traustar heimildir eru um að hann hafi rofið eiðinn. Þrátt fyrir að unnt væri að túlka hlýðni og jafnvel stuðning við síðasta kaþólska biskupinn á Hólum sem óhlýðni við konung fer engum sögum af að það hafi verið gert. Sigurður gerði heldur ekkert sem unnt var að túlka sem óhlýðni eftir að faðir hans og bræður voru hálshöggnir. Eiðinn er þó ekki mögulegt að nota sem heimild um trúarskoðanir Sigurðar. Tilgangur herfarar til Íslands vorið 1551 virðist hafa verið að sigrast á Jóni biskupi og vinna Norðlendinga til hlýðni við konung og lútherskan sið, frekar með góðu en illu. Þar sem Danir töldu Sigurð lútherskan er vandséð á hvaða forsendum hefði átt að svipta Sigurð eignum eða frelsi við þetta tækifæri. Það olli því að Sigurður hélt eignum og kirkjuléni sínu óskertu. Hefði það eitt og sér hefði nægt til að skipa honum á bekk með helstu kirkjuhöfðingjum. Náin samskipti við fyrsta lútherska biskupinn á Hólum og tengslanet við aðra höfðingja styrkti svo stöðu Sigurðar enn frekar.

  • Útdráttur er á ensku

    One of the unresolved questions in the history of the Icelandic Reformation is why Sigurður Jónsson (c.a. 1514–1595) a priest at Grenjaðarstað held his position as one of the main church leaders in the diocese of Hólar. He was the son of Jón Arason (1484–1550), the last Catholic bishop in Iceland, and is likely to have been one of his father's principal confidants until Jón was killed with two brothers of Sigurd in 1550, partly because of their opposition to the new customs.
    Although both historians in the aftermath of the Reformation and later scholars have presented various hypotheses and interpretations of this paradox, it has not been possible to provide an apt explanation of why Sigurd’s career became so different from his father’s and brothers.
    The essay will attempt to answer the above question. The history of Sigurd will be traced as possible until about 1551, when the Reformation was formally completed in the North of Iceland. The narrative is based on primary and contemporary sources as far as possible. In addition, later scholarly writings and previous interpretations of Sigurd's history are taken into consideration.
    The main conclusion of the investigation is that Sigurd's oath of allegiance to King Kristjan III 1542, on behalf of his father, caused the Danish authorities to count him as one of the Lutherans in Iceland. Nothing is known about Sigurd's direct intervention in the reformation controversy after returning from his meeting with King Kristjan and there is no reliable evidence that he broke the oath. Even though obedience and even support for the last Catholic bishop of Hólar could be interpreted as disobedience to the king, no source mentions that it was done. Sigurd also did nothing that could be interpreted as disobedience after his father and brothers were beheaded. However, the oath cannot be used as a source for Sigurd's religious beliefs.
    The purpose of the campaign to Iceland in the spring of 1551 seems to have been to defeat Bishop Jón and get the Northerners to obey the king and Lutheran custom, rather with persuasion than force. Since the Danes considered Sigurd as one of the Lutheran supporters, it is difficult to see on what grounds Sigurd should have been deprived of his property or freedom at the time. As a result, Sigurd kept his property and church domain intact, which alone would have been enough to put him on a pair with the main church leaders. Close communication with the first Lutheran bishop of Hólar and network with other chiefs, further strengthened Sigurd's position.

Samþykkt: 
  • 19.3.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að standa af sér byltingu.pdf1,04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð.pdf10,73 MBLokaðurYfirlýsingPDF