is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35052

Titill: 
 • "Það er bara ég sjálf, það gerir þetta enginn fyrir mig." Íslenskar frumkvöðlakonur og upplifun þeirra af hugsanlegum hindrunum sem geta mætt þeim í frumkvöðlastarfi.
 • Titill er á ensku "It‘s just myself, nobody does this for me.“ Icelandic women entrepreneurs and their experience of potential barriers that they may confront in entrepreneurship.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Einungis þriðjungur þeirra sem stofna fyrirtæki á Íslandi eru konur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvað verður til þess að konur ákveða að gerast frumkvöðlar og hvernig frumkvöðlakonur á Íslandi upplifa hugsanlegar hindranir sem verða á vegi þeirra er þær ákveða að hefjast handa með viðskiptahugmynd og fylgja henni eftir. Einnig var fróðlegt að kanna hvort þær upplifðu að þessar hindranir væru vegna kynferðis þeirra.
  Til að fá innsýn í þetta var upplifun frumkvöðlakvenna sem sóttu námskeið fyrir frumkvöðlakonur rannsökuð. Námskeiðið kallast Brautargengi og var haldið af Nýsköpunarmiðstöð Íslands veturna 2014 og 2015. Gerð var eigindleg rannsókn og tvö hálfopin viðtöl tekin við fimm konur, tvö viðtöl við hverja, með rúmlega þriggja ára millibili, alls tíu viðtöl. Með því var reynt að fá meiri dýpt í rannsóknina og sjá hvernig til tókst hjá frumkvöðlakonunum með framkvæmd viðskiptahugmyndar.
  Niðurstöður benda til þess að frumkvöðlakonurnar upplifðu hindranir í samfélaginu en sumar þeirra töldu að þær hindranir væru vegna kynferðis þeirra, meðan aðrar töldu að slíkt ætti við um aðrar konur en þær sjálfar. Hindranirnar sem ýttu þeim út í að undirbúa viðskiptahugmynd upplifðu þær að voru ekki hindranir vegna kynferðis. Þær telja allar að þær geti yfirstigið þessar hindranir með seiglu, aukinni menntun og réttu viðhorfi og hafa þær nýtt sér ýmsa stuðningsleiðir sem eru sérhannaðar konum. Síðar í ferlinu upplifa þær nýjar hindranir, og þá einkum hindrun er tengdist kynferði og snýr að fjármögnun, oft kölluð „annað glerþak“. Þær voru ekki tilbúnar til að skuldsetja sig mikið og taka lán fyrir framkvæmdinni og fengu litla sem enga styrki. Þær sögðust allar vera með gott tengslanet, þó sumar mætu það svo að það mætti styrkja netið enn frekar. Ekki er þó hægt að segja til um styrk tengslanets þeirra út frá þeirra eigin orðum.

 • Útdráttur er á ensku

  Only a mere third of those who start a company in Iceland are women. The purpose of this study was to explore what makes women decide to become entrepreneurs and how entrepreneur women in Iceland experience potential barriers in their journey when they come up with a business idea and follow through with it. In addition it was quite interesting to see whether or not they experienced certain barriers because of their gender alone.
  To get a better look into this topic, the experience of women who had attended an certain entrepreneur course was examined. The name of this course was Brautargengi and it was held by Nýsköpunarmiðstöð Íslands in 2014 and 2015. In a qualitative study, two semi-structured interviews were conducted with five women, with three years between each interview. This method was used in attempt to gain further depth into the study and more insight into how successful entrepreneur women were pursuing their business ideas.
  The results of the interviews indicate that the entrepreneur women did experience barriers in the society, some of them believed that it was because of their gender, while others believed that might be the case for other women than themselves. The barriers that pushed them into pursuing a business idea were not because of their gender. All the women believed that they could overcome these barriers with resilience, further education and the right attitude and they used different support measures which are designed for women. Later in the process they experienced new barriers, particularly barrier that were related to their gender and have to do with financing, often referred to as ‘’second glass ceiling’’. They were not ready to get into much debt for the sake of their project and they received little or no capital grants. They all proclaimed to have a good personal network, although some said their network could be further strengthened. The strength of their network is only their own estimation.

Samþykkt: 
 • 30.3.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Richter.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing um meðferd lokaverkefnis MR.jpg2.29 MBLokaðurYfirlýsingJPG