is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38853

Titill: 
  • Dægurflugur á Íslandi
  • Titill er á ensku Mayflies in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Dægurflugur (Ephemeroptera) er ættbálkur vatnaskordýra sem finnst í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins. Víða erlendis eru þetta þekktar flugur sem vekja talsverða athygli þegar þær fljúga upp svo milljónum skipta í stórum sveimum. Dægurflugur taka ófullkominni myndbreytingu og lífsferill þeirra skiptist í fjögur stig, egg- og gyðlustig sem eru í vatni og unglings- og fullorðinsstig sem eru vængjuð stig í lofti og á landi. Sérstaða dægurflugna meðal núlifandi skordýra er að þær hafa ein hamskipti eftir að þær eru komnar með vængi. Dægurflugugyðlur er auðvelt að greina frá öðrum vatnaskordýrum á hölunum þremur aftur úr afturbol og röð tálkna á hliðum afturbolsliða. Þær eru frekar stórar flugur og eru því góður biti fyrir stærri rándýr í vötnum, því eru þær hún vinsæl fyrirmynd fluguveiðimanna sem stunda fluguhnýtingar og laxveiði. Til að svara þeim spurningum sem settar voru fram um hversu margar tegundir dægurflugna finnast á Íslandi og útbreiðslu hennar á landsvísu var notast við fyrirliggjandi efnivið og niðurstöður rannsókna þar sem dægurflugur komu fyrir. Samkvæmt niðurstöðum þessa verkefnis er fisdægra, C. simile, eina dægurflugutegundin sem finnst á Íslandi og er hana helst að finna í tjörnum, allt að 200 cm djúpum, á láglendi. Þó finnst hún í stærri vötnum, t.d. Elliðavatni og Mývatni, og einnig finnst hún í yfir 300 m hæð yfir sjó, í tjörn á Þeistareykjum á Norðausturlandi. Hún finnst á Norður-, Austur- og Suðurlandi en hefur ekki fundist á Vesturlandi og Vestfjörðum. Gögn úr tveimur rannsóknarverkefnum sem athuganir á vistfræði fisdægru byggðu á bentu til að innan hvers rannsóknasvæðis þar sem hana var að finna var heilt yfir ekki munur á eðlis- og efnaþáttum með eða án fisdægru í tjörn og líklegra en ekki að finna fisdægru og rándýr saman í tjörn. Ríkjandi vatnagróður á öllum svæðunum var síkjamari og gulstör og reyndist það einnig vera í tjörnum með fisdægru.

Samþykkt: 
  • 10.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_daegurflugur _a_islandi_thora_atladottir.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna