is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38803

Titill: 
  • Atferli og aðbúnaður fyrir lokaeldi grísa og velferðarstíur í svínahúsum
  • Titill er á ensku Behaviour and housing conditionsfor finishing pigs andwelfare pens at pig farms
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Svín eru með þeim fyrstu húsdýrunum sem tamin voru af mönnum og hófst það í Austurlöndunum fyrir um 10 þúsund árum. Villt svín lifa nokkur saman í náttúrunni með stórt landsvæði undir sér. Þau róta allt að 7 tíma í jörðinni í leit að rótum og sveppum til að borða.
    Miklar kynbætur hafa orðið á svínum síðustu aldir og komu svínin til Íslands með landnámsmönnunum frá Noregi. Svínakjöt var lengi undirstaða fæðu landnámsmanna en sá stofn dó út á 16. eða 17. öld vegna minnkandi kornræktar hérlendis og kólnandi veðurfars.
    Síðan á 19. öld komu svín til landsins og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan. Svínarækt hefur aukist síðustu áratugina og eru um 3100 fullorðin svín á landinu í dag. Svínakjöt var ekki mikið borðað fyrr á öldum en hefur það breyst mikið. Í dag er svínakjötið næst neysluhæsta kjötið á Íslandi og vaxtarhraði grísa er mikill miðað við önnur dýr og gefur hver gylta af sér 2 tonn af kjöti. Þegar grísirnir fæðast eru þeir á spena til 4 vikna aldurs en þá verða þeir fráfærugrísir meðan þeir venjast að borða fóður. Þegar þeir hafa náð 25 kg lífþunga kallast þeir eldisgrísir þar til þeim er slátrað í kringum 90 kg.
    Velferðarstíur veita grísum aðgang að auðgunarefni eins og hálmi þannig að þeir geti sýnt sitt náttúrulega eðli. Hálmurinn er aukaafurð í kornrækt sem er oft notaður sem undirburður fyrir búfénað. Hann er talinn auka velferð gripanna og geti komið í veg fyrir halabit og árásargirni meðal stíufélaga. Til að átta sig á hvernig grísir hegða sér í velferðarstíum þarf að rýna vel í atferli svína og kynna sér reglugerðir um velferð svína.
    Byggingar og aðbúnaður þurfa því að vera með atferli og velferð grísanna í huga. Útisvæði fyrir grísina gefur þeim tækifæri á að fá frískt loft og þeir leitast til að skíta þar en ekki í
    legusvæðið sitt. Svín eru mjög snyrtileg dýr ef þau geta sýnt af sér sitt náttúrulega eðli.
    Byggingar sem eru með lítið pláss og of marga grísi í stíu geta aukið líkur á halabitum og vanlíðan hjá grísunum. Með því að hafa hálm fyrir grísina þá ná þeir að róta í jörðinni og við það eykst fóðurnýtingin, vaxtarhraðinn og velferð grísanna. Rætt var við fræðimenn á sviðum svínaræktar á Íslandi og einnig var haft samband við þýsk samtök til að leita upplýsinga í þessum geira. Þau gátu gefið innsýn inn í uppeldi grísa og hvernig svínarækt virkar. Eins og staðan er núna er erfitt að keppa við stærri aðila í svínarækt hérlendis en með lengri tíma þá gæti það gengið að vera með lokaeldi grísa eingöngu.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta_Jórunn_Smáradóttir_Grísir_í_velferðarstíum.pdf30.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna