is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41613

Titill: 
  • Samanburður á þroskaferli áa eftir því hvort þær eru geldar eða með lambi veturgamlar
  • Titill er á ensku Comparing ewe development depending on wether they give birth to a lamb as yearlings
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hefur verið hleypt til lambgimbra í rúmlega 70 ár, og hefur hlutfall lambgimbra sem er haldið aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina. Nokkrar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis til þess að athuga hvaða áhrif það hefur á ær að vera með lambi veturgamlar. Í nýlegum rannsóknum hafa verið skoðuð áhrif þess á þroska, frjósemi og afurðir síðar á ævinni. Markmið þessa verkefnis er hins vegar að varpa ljósi á áhrif þess að ganga með lambi veturgamlar á þroskaferil áa, hvort það sé munur á þroska áa á öðrum vetri og hvenær fullum þroska sé náð.
    Gögnin sem notuð voru í verkefninu voru fengin frá fjárbúinu á Hesti í Borgarfirði og höfðu þau að geyma upplýsingar um ær á búinu á framleiðsluárunum 2003-2013 og innihélt gagnasafnið 6.770 færslur. Gagnasafnið hafði að geyma upplýsingar um aldur áa í mánuðum, þunga, holdastig og kg per holdastig við þann aldur, flokkun áa miðað við frjósemi og afdrif lamba á fyrsta aldursári og fæðingarár áa.
    Niðurstöðurnar sýndu að ær sem voru geldar eða kláruðu ekki meðgöngu veturgamlar voru bæði þyngri og holdmeiri á öðru ári en þær sem báru en gengu ekki með lambi eða báru og gengu með lambi veturgamlar. Áhrif þess að eiga og ganga með lambi veturgamlar reyndust vera mest á öðru ári ánna, við og eftir 30 mánaða aldur er munurinn á milli hópa mjög lítill en geldu ærnar voru þó alltaf örlítið þyngri og holdmeiri út ævina. Þá fannst einnig marktækur munur á þunga, holdastigi og kg per holdastigi eftir árgangi ánna.

Samþykkt: 
  • 7.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.ritgerð_ÞorgerðurGló.pdf866.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna