is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3506

Titill: 
  • Takmarkandi áhrif reglna stjórnsýsluréttar á frelsi stjórnvalda til samningsgerðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um frelsi stjórnvalda til samninga, þó þannig að efnið er einskorðað við skoðun á frelsi stjórnvalda til samninga eins og það birtist við gerð þeirra. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er reynt að nálgast samninga stjórnvalda. Er það gert með því að reifa kenningar nokkurra norrænna og enskra fræðimanna við viðfangsefnið. Í öðrum kafla ritgerðarinnar er reynt að komast að því hvað það er helst sem einkennir verkefni stjórnvalda með því að skoða þann heimildarlega grundvöll sem störf þeirra byggja á. Þá er þar reynt að afmarka hvað það er sem skilur að opinberan rétt og einkarétt. Í þriðja kafla ritgerðarinnar er fjallað almennt um hugtökin samningur og samningaréttur, fjallað um meginreglu samningaréttar um samningsfrelsið og skiptingu samningaréttar í almennan og sérstakan hluta. Í fjórða kafla, sem er hryggjarstykki ritgerðarinnar, er reynt nálgast útfærslu meginreglunnar um frelsi til samninga eins og hún birtist undir áhrifum reglna stjórnsýsluréttar, í framkvæmd íslenskra eftirlitsaðila. Byrjað er á því að afmarka hvaða tímabil eða stig samningssambanda kemur til skoðunar í framhaldinu. Að því loknu er umfjöllunin þannig upp sett að fjallað er um hvert álitaefni eins og það blasir við sem takmörkun á gildi meginreglu samningaréttarins um frelsi til samninga. Í kafla 4.3 er fjallað um reglur stjórnsýsluréttar sem takmarka frelsi stjórnvalda til gerðar samninga þannig að slíkir samningar verði ekki gerðir í trássi við þær. Í kafla 4.4 er fjallað um þær reglur stjórnsýsluréttarins sem takmarka frelsi stjórnvalda til gerðar samninga, þannig að slík samningsgerð er heimil þegar farið er að þeim reglum. Í kafla 4.5 er loks fjallað um það sameiginlega einkenni sem lesa má úr framkvæmd eftirlitsaðila um samninga stjórnvalda, og virðist hafa þær afleiðingar í einhverjum tilvikum að virkja reglur stjórnsýsluréttarins, að meira eða minna leyti, við samningsgerð stjórnvalda. Að lokum eru niðurstöðu ritgerðarinnar dregnar saman í einum niðurstöðukafla og í framhaldi af því reynt að draga af þeim einhverjar víðtækari ályktanir um viðfangsefnið.

Samþykkt: 
  • 7.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2107744679 mag jur ritgerð_fixed.pdf926,98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna