is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35062

Titill: 
 • Viðarmagnsspá fyrir Vesturland
 • Titill er á ensku Forest and wood forecast for western Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hagsmunaaðilar í skógrækt á Vesturlandi hafa mikla trú og áhuga á framtíð skógar-auðlindarinnar. Því er þetta verkefni tilkomið með það að markmiði svara spurningum um stöðu skóga og spá fyrir um framtíða vöxt þeirra á Vesturlandi. Allt starfssvæði Vesturlandsskóga var tekið fyrir í þessu verkefni, eins og það var fram til ársins 2016, frá Gilsfjarðarbotni í norðri og Strandaheiði í suðri. Gögn frá íslensku landsskógarúttektinni (ÍSÚ) ásamt reiknilíkaninu Ice-Forest voru notuð til að greina og spá fyrir um stöðu skóga landshlutans til næstu 30 ára.
  Í þessu verkefni var leitast við að svara eftirfarandi spurningum: i) Hvað er stórt hlutfall af öllum ræktuðum skógum landshlutans nýtanlegt til timburvinnslu í dag? ii) Hvar eru þeir staðsettir? Hvernig dreifist eignarhald þeirra? Og að lokum, iv) spá fyrir um vöxt þessara nýtanlegu skóga með líkaninu IceForest. Tvær sviðsmyndir voru settar fram í líkaninu til að meta hvernig skógarnir þróuðust með tilliti til standandi rúmmáls og kolefnisforða, eftir því hvort þeir væru nytjaðir á tímabilinu (sviðsmynd 2; S2) eða ekki (sviðsmynd 1; S1).
  Nettóflatarmál nýtanlegra ræktaðra skóga á Vesturlandi var metið 2.870 ha (± 630), en það var einungis 47% af öllum ræktuðum skógum á Vesturlandi sem þekja 7.000 (± 640) ha árið 2017. Meirihluti þessara nýtanlegra skóga var staðsettur í kringum höfuðborgarsvæðið og á sunnanverðu Vesturlandi til og með Skorradal. Um þriðjungur af nýtanlegum skógum var í eigu ríkisins, annar þriðjungur í einkaeigu og síðasti þriðjungurinn í eigu félaga og skógræktarsamtaka. Um 77% ónýtanlegra skóga á Vesturlandi fékk það mat vegna tveggja flokka: „stofnar of kræklóttir“ eða „vöxtur of lítill“.
  Sviðsmyndir S1 og S2 gerðu báðar ráð fyrir standandi rúmmáli í nýtanlegum skógum uppá um 110.000 m3 (± 50.000) árið 2019, við upphaf spárinnar. Standandi rúmmál jókst í um 680.000 m3 (±200.000) við lok spár árið 2049 í S1 sem var án nýtingar. Standandi rúmmál jókst minna, eða í um 410.000 m3 (±130.000) við lok spár árið 2049 í S2, þar sem grisjanir, lokahögg og önnur umhirða verður framkvæmd á réttum tíma miðað við að hámarka timburnytjar. Líkanið IceForest áætlaði í S2 að nýtanleg viðaruppskera úr skógunum yfir spátímabilið gæti verið um 190.000 m3 (± 90.000). Þetta er það viðarmagn sem hægt er að gera ráð fyrir að aðilar sem nýta skóga Vesturlands geti nýtt með sjálfbærum hætti næstu 30 árin.
  Í S1 jókst áætlað magn bundins kolefnis (C) í nýtanlegum skógum úr um 40.000 tonn C árið 2019 í um 280.000 tonn C árið 2049. Í S2 var aukning bundins kolefnis í lífmassa áætlað um 40.000 tonn C árið 2019 í um 160.000 tonn C árið 2049. Þó að magn C sem verður bundið í S2 sé minna en í S1, er samt gert ráð fyrir mikilli aukningu í þeirri sviðsmynd til ársins 2049 þrátt fyrir hámarks sjálfbæra nýtingu skóganna á sama tíma.
  Ef þeir 190.000 m3 af timbri sem áætlað er að falli til yfir næstu 30 árin í nýtanlegu skógum Vesturlands væru seldir í dag mætti gróflega áætla að brúttótekjur yrðu 3,8 milljarðar kr. m/vsk. Yfir 30 ára tímabil væru það meðalárstekjur uppá 128 milljónir kr. m/vsk. Það eru þó brúttótekjur miðað við verð og gengi ársins 2019, án tillits til upphafskostnað skógræktar og núvirði.

 • Útdráttur er á ensku

  Forestry stakeholders in western Iceland have great faith and interest in the prospects of the forest resource in Iceland. That is why this project was designed to answer some key questions about the current state of forests in western Iceland, as well as predicting their future growth the next 30 years. The study area was from Gilsfjarðarbotn in the north to Strandaheiði in the south. Data from the Icelandic National Forest Inventory (ÍSÚ), as well as the forest growth simulation program IceForest, were used to identify the present status and forecast the future volume growth and carbon sequestration of forests for this region in Iceland.
  Questions addressed in this project include: i) what is the area of harvestable forests in W-Iceland? ii) Where are they located? iii) How is the forest ownership? And lastly iv) How will the future growth of the forests be from 2019 to 2049. Two scenarios were presented in the model to assess how the amount of standing timber, as well as the amount of sequestered carbon could vary until 2049, depending on whether the forests would be utilized (scenario 2; S2) or not (scenario 1; S1).
  The total area of harvestable forests in W-Iceland was estimated to be 2.870 ha (± 630). The ratio of harvestable forests was estimated to be 47% of all planted forests in the region. Most harvestable forests were located close to Reykjavik and in the southern part of W-Iceland, up to and including the Skorradalur valley. Around a third of harvestable forests were on governmental land, another third was privately owned and yet another third was owned by various NGOs and forestry associations. Around 77% of unhvarvestable forests were estimated to be unharvestable because of the factors: „stems too crooked“or „insufficient growth“.
  The standing volume in harvestable forests was estimated to be about 110,000 m3 (±50,000) in 2019 in both S1 and S2. Standing volume in S1 was estimated to increase to ca. 680,000 m3 (± 200,000) at the end of the forecast in 2049. Standing volume in S2, which included thinnings, final fellings and other management for sustainable timber management during the period, was estimated to increase to about 410,000 m3 (± 130,000) at the end of the forecast in 2049. Total harvestable volume in S2 over the course of the 30-year forecast was estimated to be about 190,000 m3 (± 90,000). This the wood volume which will be available for those who plan to utilize the forest resource in W-Iceland during the next 30 years.
  The amount of carbon (C) stored in harvestable forests in S1 was estimated to increase from 40.000 ton C in 2019 to 280.000 ton C in 2049. In S2, the amount of C stored in harvestable forests was estimated to increase from 40,000 ton C in 2019 to 160,000 ton C in 2049. Even though the total amount of stored C until 2049 less in S2 than in S1, then it still had a major increase of C stock during the period even if the forests were harvested.
  If the 190,000 m3 of timber that are estimated to be harvested in S2 during the next 30-year period were sold today, then the estimated revenue would be 3,840,000.000 ISK. That equals an average yearly revenue of 128,000,000 ISK. These revenue numbers do not take starting costs of forestry into account and are purely based on pricelists from Skógræktin from 2019. Further, the Net Present Value of all operations was not considered.

Samþykkt: 
 • 31.3.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðarmagnsspá fyrir vesturland - MS ritgerð.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna