is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35064

Titill: 
  • Titill er á ensku Understandings of wilderness: Implications for wilderness identification and management in Iceland
  • Skilningur á óbyggðum víðernum: Áhrif á greiningu og stjórnun óbyggðra víðerna á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The current Icelandic Nature Conservation Act includes a definition of wilderness, a definition of a wilderness protected area and specifications about the criteria that areas need to fulfil to be suitable for protection as wilderness in Iceland. To date, there is limited research on how these definitions and criteria for protection relate to other definitions of wilderness and wilderness protected areas and to the understandings of wilderness from Icelandic government actors working with wilderness. By exploring these topics, this study aims to derive implications for wilderness identification and management in Iceland. Selected wilderness-related texts from the IUCN, Europe and the USA are compared to the Icelandic definitions and criteria by using various qualitative coding methods. Semistandardized interviews were conducted with employees from five different Icelandic government institutions to explore how these actors understand wilderness. In contrast to the European working definition of wilderness, the Icelandic definition of wilderness does not encompass aspects related to the influence of nature, such as natural processes. Similarly, the interviewed government actors did not mention such aspects when asked about their understanding of wilderness. Most referred to infrastructure, remoteness from infrastructure or developed areas and visual aspects. Some also mentioned wilderness-related experiences. This may mean that in Iceland, the identification of wilderness does not require an assessment of natural processes. The management of future protected areas within the wilderness protection category may focus on decisions concerning infrastructure and on visitors’ experiences. The implications drawn from the study’s results may inform future Icelandic wilderness-related work.

  • Núgildandi náttúruverndarlög á Íslandi innihalda skilgreiningu á hugtakinu óbyggt víðerni, auk skilgreiningar á samnefndum flokki friðlýstra svæða og viðmiða um þau skilyrði sem svæði þurfa að uppfylla til þess að vera friðlýst sem óbyggð víðerni. Fram til þessa hafa fáar rannsóknir kannað hvernig þessar íslensku skilgreiningar og viðmið tengjast öðrum skilgreiningum á óbyggðum víðernum eða friðlýstum svæðum þar sem verndun víðerna er í forgrunni, né hvernig skilningi íslensks fagfólks, sem fæst við verndun víðerna, á þessum málum kann að vera háttað. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það hvaða áhrif skilningur á þessum atriðum kann að hafa fyrir auðkenningu og stjórnun óbyggðra víðerna á Íslandi. Íslenskar skilgreiningar og viðmið voru bornin saman við valda víðernatexta frá IUCN, Evrópu og Bandaríkjunum með nokkrum fjölda eigindlegra kóðunaraðferða. Jafnframt voru tekin hálfstöðluð viðtöl við starfsmenn frá fimm opinberum stofnunum á Íslandi til að kanna hver skilningur þeirra á óbyggðum víðernum væri. Ólíkt evrópsku vinnuskilgreiningunni á óbyggðu víðerni, þá tekur íslenska skilgreiningin ekki til þátta sem varða áhrif náttúrunnar sjálfrar, svo sem náttúrleg ferli. Fagfólkið sem rætt var við minntist heldur ekki á slíka þætti. Þeir nefndu flestir manngerða innviði, fjarlægð frá innviðum eða uppbyggðum svæðum, og sjónræna þætti. Sumir þeirra nefndu einnig upplifanir sem tengdust óbyggðum víðernum. Af þessu mætti álykta að auðkenning óbyggðra víðerna á Íslandi krefjist þess ekki að mat sé lagt á náttúrleg ferli. Jafnframt má þá áætla að stjórnun svæða sem friðlýst kunna að verða vegna óbyggðra víðerna muni einblína á ákvarðanir sem varða innviða og upplifanir gesta.

Styrktaraðili: 
  • Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar
Samþykkt: 
  • 1.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Angela_Jauch_Masters_Thesis.pdf1,28 MBLokaður til...01.01.2070HeildartextiPDF
20241203_175923.jpg2,05 MBLokaðurYfirlýsingJPG