is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35067

Titill: 
  • Endilega „like-ið“ og deilið: Viðhorf til gjafaleikja á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Síðastliðin ár hefur það verið vinsælt á meðal fyrirtækja að auglýsa vörur sínar og þjónustu með gjafaleikjum á samfélagsmiðlum. Með því að taka þátt í gjafaleikjum á samfélagsmiðlum fá neytendur tækifæri til þess að vinna til verðlauna með eigin færni eða heppni. Fyrirtæki nýta sér þessa tegund auglýsinga einna helst til þess að sækja nýja viðskiptavini, kynna nýjar vörur eða þjónustu og til þess að auka vörumerkjavitund.
    Markmið þessar rannsóknar var að kanna viðhorf neytenda gagnvart gjafaleikjum sem fyrirtæki standa fyrir á samfélagsmiðlum og komast að því hvaða þættir, eða viðhorfsvaldar, það væru sem útskýra viðhorfið. Sömuleiðis var kannað hvort bæði viðhorf og viðhorfsvaldar tækju breytingum eftir lýðfræðilegum þáttum. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd rannsóknarinnar og var spurningalistinn settur saman út frá fyrirliggjandi rannsóknum á viðhorfi neytenda. Í heildina fengust svör frá 569 þátttakendum. 
    Niðurstöður sýndu fram á að neytendur hafa hvorki jákvætt né neikvætt viðhorf gagnvart gjafaleikjum á samfélagsmiðlum. Sá lýðfræðihópur sem hafði hve jákvæðasta viðhorfið reyndust konur á öllum aldri sem hafa bæði lægri tekjur og menntun en taka oftar þátt í gjafaleikjum á samfélagsmiðlum. 
    Niðurstöður leiddu einnig í ljós að viðhorfsvaldar neytenda gagnvart gjafaleikjum á samfélagsmiðlum væru upplýsingagildi, skemmtanagildi, áreiti og einstaklingsmiðun. Niðurstöður benda þó einnig til þess að ef gjafaleikir eru einstaklingsmiðaðir og neytendur skynja annars vegar mikið skemmtanagildi og hins vegar mikið áreiti þá hefur skemmtanagildið sterkari jákvæð tengsl og áreitið veikari tengsl við viðhorf til gjafaleikja en ef að einstaklingsmiðun væri ekki til staðar.
    Skilningur á viðhorfsvöldum neytenda gagnvart gjafaleikjum á samfélagsmiðlum aðstoðar markaðsfólk við að taka ákvarðanir um hvernig sé ákjósanlegast að setja fram gjafaleiki með það að leiðarljósi að neytendur hafi jákvætt viðhorf í garð þeirra. Rannsóknin veitir einnig ákveðna innsýn í hvernig viðhorfi neytenda gagnvart gjafaleikjum á samfélagsmiðlum er háttað og hvers vegna það er eins og það er. 

Samþykkt: 
  • 14.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf til gjafaleikja á samfélagsmiðlum .pdf821.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf65.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF