is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35068

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni tvítyngdrar 11 ára stelpu með lestrarörðugleika.
  • Titill er á ensku Effects of Direct Insruction and fluency training on the reading skills of a bilingual 11 year old girl with reading disability
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lestur er mikilvægur í daglegu lífi einstaklings og er undirstaða flest allrar menntunar. Lestur er ekki meðfæddur eiginleiki, lestur er færni sem þarf að þjálfa. Mikilvægt er að börn nái tökum á lestrarfærni sem fyrst en sumir eiga í erfiðleikum með það. Stýrð kennsla er raunprófuð kennsluaðferð sem einblínir á samskipti og samvinnu milli nemenda og kennara. Aðferðin byggir á eindaraðferðarlíkani þar sem lestrarnám er greint niður í grunneiningar og kennt eftir handriti. Aðferðin er áhrifarík í að auka lestrarfærni nemenda. Fimiþjálfun er einnig raunprófuð aðferð og oft notuð með stýrðri kennslu. Markmiðið með fimiþjálfun er að þjálfa fimi nemenda, fimi (e. fluency) er skilgreind sem hröð og örugg svörun. Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni þátttakanda. Þátttakandi var 11 ára stelpa sem átti erfitt með lestur. Aðferðirnar sem voru notaðar voru stýrð kennsla Engelmanns og fimiþjálfun. Í upphafi rannsóknar var lestrarfærni þátttakanda metin á lágstöfum íslenska stafrófsins og tvíhljóðunum ey, ei og au. Niðurstöður grunnskeiðsmælinga sýndu að þátttakandi var með fulla færni í að hljóða 17 stafi af þeim 34 sem voru prófaðir. Kennslan fór fram fimm sinnum í viku í 60 mínútur á dag. Í lok rannsóknarinnar var þátttakandi búin að ná fullri færni í að hljóða 29 stafi sem er bæting um 35%. Færni nemanda hélst nánast óbreytt í lestri orða en ekki var unnið sérstaklega með kennslu á lestri orða. Út frá niðurstöðum má álykta að stýrð kennsla Engelmanns og fimiþjálfun hafi bætt færni nemandans og niðurstöður styðja því við notkun stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar.

Samþykkt: 
  • 15.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Ritgerð-Daniel_Sigurður-júní-2020.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða-pdf.pdf87.08 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf232.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF