Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35069
Markmiðið með þessari ritgerð er að ferðast aftur í tímann, nánar tiltekið á þjóðveldisöld og fjalla um hugmyndir manna um nauðgunarhugtakið og stöðu kynjanna gagnvart slíku afbroti.
Skoðað verður hvaða skilning menn lögðu í hugtakið nauðgun, hvernig refsað var fyrir slíkt brot og hvernig afbrotið horfði við mönnum, þá aðallega konum í mismunandi stéttum þjóðfélagsins á þeim tíma, auk þess að fjalla stuttlega um þróunina til dagsins í dag. Grundvallaratriði er að átta sig á því hvers vegna þróun verður í samfélagi manna og hvernig aðstæður voru í fortíðinni. Mikilvægt er fyrir laganema að skilja fortíðina og rætur þeirra laga sem gilda í dag. Þess vegna er gott að átta sig á hugmyndum forfeðra okkar. Þjóðveldisöldin er merkur tími og áhugavert að rýna í regluverkið sem varð þá til, þ.e. Grágás og Jónsbók. Þetta regluverk er mikilvæg forsenda varðandi skilning á réttarsögu Íslands og verður því aðallega stuðst við þessi rit og skrif fræðimanna í þessari ritgerð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Brýtur konu til svefnis.pdf | 534.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing til Lansbókasafn Íslands.pdf | 4.29 MB | Lokaður | Yfirlýsing |