Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35071
Lestur er afar mikilvæg færni sem snertir margt í lífinu, því er mikilvægt að börn nái tökum á þeirri færni. Stýrð kennsla Engelmanns (e. Direct Instruction) er raunprófuð kennsluaðferð sem hefur reynst afar árangursrík til að auka færni og frammistöðu í lestri. Í þeirri kennsluaðferð fylgir kennari handriti þar sem eru skýr fyrirmæli um skipulag kennslu og fyrirlögn verkefna. Áður en haldið er áfram í ný verkefni þarf nemandi að hafa náð fullri færni í fyrri verkefnum. Mikillar virkni er krafist af nemanda í stýrðri kennslu, því á kennari að veita tafarlausa endurgjöf á frammistöðu hans í kennslustundum. Fimiþjálfun (e. precision teaching) er raunprófuð kennsluaðferð og mælitæki sem hefur það markmið að auka fimi nemanda, svo svörun hans sé hröð, nákvæm og fyrirhafnarlaus. Það hefur reynst afar áhrifaríkt þegar fimiþjálfun er notuð samhliða stýrðri kennslu. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á lestrarfærni 12 ára stúlku með sértæka námsörðugleika. Niðurstöður sýndu fram á aukna færni hjá þátttakanda á flestum sviðum rannsóknar, einnig voru miklar framfarir í lesfimisprófum Menntamálastofnunar, sem gaf til kynna klíníska marktækt í rannsókninni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing-SiljaDís.pdf | 263.77 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á lestrarfærni 12 ára stúlku með lestrarörðugleika-Silja Dís.pdf | 3.76 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |