en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35072

Title: 
 • Title is in Icelandic Túlkun staðlaðra samningsskilmála við lánveitingar til neytenda
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í viðskiptalífi nútímans aukast sífellt kröfur um hraða og skilvirkni. Til að mæta þessum kröfum hafa staðlaðir samningsskilmálar gegnt mikilvægu hlutverki, enda er hagræði af notkun þeirra umtalsvert. Slíkir staðlaðir viðskiptagerningar þykja því henta vel fjöldaframleiðslu og hröðum takti nútímans. Lögfræðileg álitaefni og vandamál sem snerta notkun staðlaðra samningsskilmála eru margþætt og snerta réttarstöðu manna á mikilvægum viðskiptasviðum. Álitaefni sem vakna lúta meðal annars að túlkun slíkra skilmála. Túlkun löggerninga skipar mikilvægan sess í samningssambandi aðila, enda ákvarðar hún hvaða skuldbindingar samningsaðilar hafa tekist á hendur. Í réttarframkvæmd hafa mótast ólögfestar reglur um túlkun löggerninga og jafnframt má finna lögfestar túlkunarreglur í settum rétti.
  Staðlaðir samningsskilmálar eru gjarnan notaðir við lánveitingar til neytenda, en við slík lán gerir lánveitandi í atvinnuskyni lánssamning við neytanda. Skilmálarnir eru oftar en ekki samdir einhliða af lánveitandanum, án samráðs við viðsemjanda, og upp getur risið ágreiningur um inntak slíkra staðlaðra skjala. Í þessari ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu hvernig staðlaðir samningsskilmálar við lánveitingar til neytenda eru túlkaðir og hvaða sérsjónarmið gildi við þær aðstæður. 
  Í öðrum kafla ritgerðarinnar er stiklað á stóru um samningarétt. Þar er áhersla einkum lögð á réttarheimildir réttarsviðsins auk almennrar umfjöllunar um samninga. Einnig er gerð grein fyrir þróun réttarsviðsins, en íslenskur samningaréttur hefur orðið fyrir áhrifum bæði norræns réttar og Evrópuréttar. Í þriðja kafla er litið til þess hvers kyns löggerningar teljist lánveitingar til neytenda, en umfjöllunin í ritgerð þessari einskorðast við lög um neytendalán nr. 33/2013 og lög um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016. Í fjórða kafla er umfjöllun um staðlaða samningsskilmála. Í fimmta kafla er fjallað um túlkun löggerninga, með áherslu á túlkun staðlaðra skilmála við lánveitingar til neytenda. Þar er farið yfir hvað felst í túlkun, meginsjónarmið við túlkun staðlaðra skilmála við neytendalán og mismunandi túlkunarreglur, bæði lögfestar og ólögfestar. Þá er einnig fjallað um samspil túlkunar skilmála og ógildingarreglna við lánveitingar til neytenda. Í lokakafla ritgerðarinnar er samantekt.

Accepted: 
 • Apr 17, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35072


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Túlkun staðlaðra samningsskilmála við lánveitingar til neytenda.pdf549.45 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Landsbókasafn.pdf510.43 kBLockedDeclaration of AccessPDF