is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35083

Titill: 
  • Um sönnunargögn í markaðsmisnotkunarmálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markaðsmisnotkun hefur ekki verið fyrirferðarmikið viðfangsefni í málaskrám íslenskra dómstóla fyrr en í kjölfar efnahagshrunsins 2008, en þá gengu sex dómar í slíkum málum. Bann við markaðsmisnotkun kom fyrst í lög um verðbréfaviðskipti árið 1996 en er nú að finna í 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Ákvæðið hefur tekið miklum breytingum frá þessum tíma, sérstaklega með innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins nr. 6/2003 árið 2005 sem kölluð er MAD. Ákvæði laga um markaðsmisnotkun hefur ekki tekið breytingum síðan, en þess er þó fljótlega að vænta að innleidd verði reglugerð Evrópusambandsins nr. 596/2014 sem kölluð er MAR, en hún hefur á vettvangi Evrópusambandsins leyst MAD af hólmi. Við innleiðingu MAR, sem vænta má fyrir lok þessa árs, mun regluverkið um markaðsmisnotkun taka nokkrum breytingum sem ekki verða raktar hér, en grunnreglurnar verða þær sömu.
    Í ritgerð þessari verður fjallað um reglur um sönnunargögn á Íslandi, almennt, ásamt því að fjalla um hugtakið markaðsmisnotkun og bann við slíkri háttsemi. Fjallað verður um meginreglurnar um frjálst mat sönnunargagna og frjálsa sönnunarfærslu, beina og óbeina sönnun, framlagningu sönnunargagna og milliliðalausa málsmeðferð ásamt því að fjalla um ólögmæt sönnunargögn. Tekið verður til skoðunar hvað markaðsmisnotkun er og hvað það er sem bann er lagt við. Lögð verður áhersla á að skoða flokkun markaðsmisnotkunar í þrjár tegundir, sem birtast í 117. gr. vvl., og dómaframkvæmd í markaðsmisnotkunarmálum.
    Í ritgerðinni verða skoðaðir sérstaklega dómar Hæstaréttar þar sem sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun og horft sérstaklega til sönnunargagna sem lögð voru til grundvallar í þeim.

Samþykkt: 
  • 22.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
um_sonnunargogn_i_markadsmisnotkunarmalum_final.pdf307,06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_undirritud.pdf38,32 kBLokaðurYfirlýsingPDF