is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35087

Titill: 
  • Þýðingar á mállýsku bandarískra blökkumanna á íslensku: Er hægt að þýða mállýsku afrísk amerískrar ensku á íslensku og koma um leið til skila þeim áhrifum sem rithöfundur ætlast til á frummáli?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni eru íslenskar þýðingar á afrísk amerískri mállýsku blökkumanna í Bandaríkjunum skoðaðar í eftirtöldum þremur verkum svartra kvenrithöfunda frá seinni hluta tuttugustu aldar; Purpuraliturinn eftir Alice Walker, Ég veit afhverju fuglinn í búrinu syngur eftir Mayu Angelou og Ástkær eftir Toni Morrison. Rannsókninni er beint að þeim erfiðleikum sem þýðendur þessara verka standa frammi fyrir við þýðingu þeirra og vali á viðeigandi þýðingaaðferð til að tryggja að skilaboð þau sem höfundur frumtexta ætlaði sér að ná fram með notkun mállýskunnar á frummálinu skili sér í þýðingunni á markmálinu. Rakin er stuttlega saga mállýsku blökkumanna í Bandaríkjunum og þróun verka bandarískra blökkumanna frá 17. öld til seinni hluta 20. aldar kynnt stuttlega. Auk þess er þróun þýðingafræða rakin með sérstakri áherslu á hlutverkakenningar Hans Vermeers, Katharinu Reiss and Christiane Nord.
    Lykilorð: mállýska afrísk amerískrar ensku, afrísk amerískir rithöfundar, Skopos hlutverkakenningin, þýðingakenningar, þýðingar 

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation discusses the translation of African American English and the vernacular of African Americans in the United States into Icelandic as it is presented in three selected works by African American women writers of the late 20th century; The Colour Purple by Alice Walker, I Know Why the Caged Bird Sings by Maya Angelou and Beloved by Toni Morrison. The dissertation considers the problems facing the translators of these works in selecting the appropriate method of translation to ensure that the message intended by the author of the original text is transmitted into the target text in Icelandic. Furthermore, the history of the African American dialect and the literary works of African American writers from the 17th to the 20th century is considered briefly. In addition, a synopsis of the development of translation theories in particular those of the Skopos Theory of Hans Vermeer, Katharina Reiss and Christiane Nord is presented.
    Key words: African American dialect, African American writers, Skopos Theory, translation theories, translations 

Samþykkt: 
  • 24.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Hugvísindasvið Undirrituð.pdf70.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þýðingar á mállýsku bandarískra blökkumanna lokaskjal.pdf986.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna