is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35090

Titill: 
  • "Ég vil hafa eitthvað um mig að segja!" Aðkoma barna í sáttameðferð í fjölskyldumálum á grundvelli 33. gr. a. barnalaga nr. 76/2003
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mál sem leyst eru á grundvelli barnalaga eru mjög viðkvæm og oftar en ekki vandasöm og erfið að leysa. Eitt sérkenni þeirra er að foreldrar barns, sem ekki ná sáttum sjálf um hvernig haga skuli umgengni og eða forsjá, þurfa þá að óska eftir úrskurði eða höfða mál um þessa mikilvæga hagsmunamál barnsins. Rannsóknir hafa sýnt að sáttameðferð gerir það að verkum að hægt er að leysa stærstan hluta ágreiningsmála milli foreldra og auka líkurnar á því að farið verði eftir niðurstöðunni og síðast en ekki síst að samskipti foreldra og barns verða betri og er því til mikils að vinna með sáttameðferð.
    Með lögum nr. 61/2012 voru gerðar mikilsverðar breytingar á málsmeðferð innan sýslumannsembætta. Með tilkomu 33. gr. a. var foreldrum gert að skyldu að sækja sáttameðferð áður en krafist var úrskurðar eða dóms um ágreining vegna umgengni, forsjá o.fl. Með þeim breytingum átti að auka skilvirkni, þverfaglega vinnu innan embættanna og auka sveigjanleika. Breytingin fólst í því að sýslumönnum var gert skylt að reyna leysa ágreining milli aðila og tryggja greiðan að ráðgjöf og sáttameðferð. Ein umfangsmesta breytingin var að sýslumönnum var falið að sjá um umgengismál frá upphafi til enda og voru gerðar breytingar á framkvæmd forsjár- og umgengisákvarðana. Þá var gert ráð fyrir að innan embættanna starfi hópur af einstaklingum með fjölbreytta menntun þannig tryggð sé að lögfræðileg útkoma mála með aðkomu sérfræðinga í málum er varða börn. Einnig var tryggt með 74. gr. laganna að sýslumaður getur á öllum stigum máls leitað liðsinnis sérfræðings í málefnum barna með ýmsum hætti er kemur fram nánar í ákvæðinu.
    Markmið sáttameðferðar hjá sýslumönnum er að aðstoða foreldra við að gera samkomulag þar sem hagsmunir barnsins eru hafðir í öndvegi. Ef að samkomulag milli foreldra næst á stjórnsýslustigi má forðast að foreldrarnir þurfi að leita formlegrar úrlausnar eða ákvörðunar frá utanaðkomandi aðilum með tilheyrandi kostnaði og töfum á málsmeðferð. Sáttameðferðin fer þannig fram foreldrar mæta sem virkir þátttakendur á sáttafund og eiga af sjálfstæðum vilja að leggja fram tillögur og er sáttamaðurinn er viðstaddur sem hlutlaus aðili. Barn á rétt að koma sínum skoðunum að í sáttameðferðinni og á rétt á því að tekið sé tillit til skoðana þess og tillagna. Sáttamaður heldur fund með barninu einu, til þess að fá sem hlutlausasta frásögn barnsins og upplýsa það um réttindi þess. Barn er því sjaldnast haft með á sáttafundum með foreldrum. Vera má að í lok sáttameðferðar sé haft sameiginlegan fund með aðilum máls, sem eru þá foreldrar og börn. Foreldrarnir bera ábyrgð á niðurstöðu sáttameðferðarinnar og er sáttamaðurinn innan handar til þess að stýra ferlinu.

Samþykkt: 
  • 27.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35090


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð-Ingveldur.pdf364.42 kBLokaður til...01.06.2021HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf211.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF