is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35095

Titill: 
  • Heilaáverkar á Íslandi: Algengi og tengsl við svefnraskanir, höfuðverki og lyfjanotkun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heilaáverkar eru ein helsta orsök fötlunar og dauðsfalla hjá ungu fólki í dag og því mikið lýðheilsu- og efnahagslegt vandamál um heim allan. Faraldsfræði rannsóknir eru mikilvægar til að afla þekkingar sem nota má í forvarnaskyni. Þær sýna að karlar eru líklegri til að hljóta heilaáverka ásamt því að tíðni þeirra er hæst í yngsta og elsta aldurshópnum. Algengar afleiðingar í kjölfar heilaáverka eru meðal annars svefnraskanir og höfuðverkir.
    Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi heilaáverka á Íslandi ásamt því að skoða algengi og tengsl svefnraskana, höfuðverkja og lyfjanotkunar, með tilliti til sögu um heilaáverka.
    Í þessari rannsókn var notast við svör 1159 þátttakenda á aldrinum 18-70 ára við spurningalista úr þverfaglegu rannsókninni Svefnklukku Íslendinga sem sendur var út í ársbyrjun 2015.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að algengi heilaáverka var 22,6% og virðist því vera lægra hér á landi miðað við fyrri erlendar algengisrannsóknir. Algengi svefnraskana var hærra hjá einstaklingum sem höfðu sögu um heilaáverka samanborið við þá sem höfðu ekki sögu um heilaáverka en þetta kemur saman við fyrri rannsóknir. Til dæmis var marktækt samband á milli heilaáverka hjá körlum og þess að eiga erfitt með að sofna á kvöldin. Algengi höfuðverkja í hópi einstaklinga með sögu um heilaáverka var 51,4% en rannsóknir hafa sýnt allt að 40-80% algengi. Marktækt samband var þó einungis hjá karlkyns þátttakendum. Algengi verkjalyfjanotkunar var hærra hjá einstaklingum með sögu um heilaáverka og var marktækt samband þar á milli hjá bæði körlum og konum.

Samþykkt: 
  • 27.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSverk_BergrúnLinda2020.pdf2.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_BergrúnLinda2020.pdf239.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF