is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35100

Titill: 
 • Titill er á ensku Stability of addictive drugs in blood samples in storage
 • Stöðugleiki ávana- og fíkniefna í blóðsýnum við geymslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  In Iceland, a few thousand tests are done each year on the blood samples gathered from individuals suspected of driving under the influence (DUI) of psychoactive drugs. In the year 2019, around seven thousand tests were done on samples tied to suspected DUI cases. Despite these numbers, no systematic studies have been conducted on the stability of analytes such as amphetamine, methamphetamine, cocaine, diazepam, 3,4-methylenedioxymethamphetamine (MDMA), morphine, and delta-9-tetrahydrocannabinol (THC).
  The main objective of this thesis was to analyse and evaluate the stability of psychoactive drugs in blood while being stored for extended periods at -20°C. Samples were collected from the Department of Pharmacology and Toxicology (DPT). Concentrations of these samples were reanalysed using ultra-performance liquid chromatography tandem mass spectrometry (UPLC-MS/MS) and gas chromatography mass spectrometry (GC-MS) and their degradation calculated based upon the results of their previous measurements.
  The result of this study found that all the analytes remained relatively stable while in storage and all the samples can potentially be stored for a longer time at -20°C than the usual two years. Amphetamine and methamphetamine showed no signs of degradation after 18 months of storage though methamphetamine showed slightly more signs of degradation in comparison to amphetamine. Diazepam experienced degradation of between 5-10% after 18 months of storage. Cocaine appears to experience the most degradation before being put into storage and degraded about 40-50% before being frozen. Cocaine samples seem to remain stable while in storage at -20°C. THC appeared to degrade by about 5% every three months while in storage at -20°C. This study was unable to verify the stability of MDMA, methylphenidate, and morphine samples due to unforeseen circumstances (COVID-19). Still, preliminary results indicate that samples containing morphine are stable up until six months of storage at -20°C with no measurable signs of degradation. Preliminary results also suggest that samples containing MDMA remain stable for 18 months while stored at -20°C

 • Á Íslandi eru gerðar þúsundir mælinga á blóði frá ökumönnum sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna efna. Árið 2019 voru gerðar yfir 7.000 mælingar á blóði tengdum slíkum akstursmálum. Þrátt fyrir algengi aksturs undir áhrifum fíkniefna þá hafa engar skipulagðar rannsóknir verið gerðar hér á landi hvað snertir stöðugleika slíkra sýna í geymslu sem innihalda efni á borð við amfetamín, metamfetamín, kókaín, díazepam, MDMA, morfín og THC.
  Aðal markmið þessarar rannsóknar var að skoða stöðugleika fyrrnefndra efna í blóði, þegar þau eru geymd í -20°C yfir langan tíma. Sýnin sem voru skoðuð voru fengin frá rannsóknarstofu í lyfja- og eiturnefnafræðum. Styrkur efnanna var mældur með UPLC-MS/MS og GC-MS og hann síðan notaður til að reikna rýrnun sýnanna.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu í ljós að flest efnin héldust stöðug í geymslu og að öll sýnin virtust geta þolið lengri geymslu við -20°C í stað þeirra hefðbundnu tveggja ára. Amfetamín og metamfetamín sýndu enga marktæka rýrnun á 18 mánuðum þó að metamfetamín sýndi aðeins meiri rýrnun þegar það var borið saman við amfetamín. Díazepam mældist með 5-10% rýrnun eftir 18 mánaða geymslu. Kókaín virðist hafa orðið fyrir mestu rýrnuninni áður en sýnunum var komið fyrir í frysti eða um 40-50%. Þegar búið var að koma kókaín sýnunum í frysti þá héldust þau stöðug. THC virðist rýrna um 5% yfir hverja 3 mánuði við -20°C. Þessi rannsókn náði ekki að sannreyna fyllilega stöðugleika MDMA, metýlfenidats og morfíns sýna sökum ófyrirsjáanlegra aðstæðna (COVID-19). Niðurstöður benda til að sýni sem innihalda morfín séu stöðug í allt að 6 mánuði og að sýni sem innihalda MDMA gætu verið stöðug í allt að 18 mánuði séu þau geymd í -20°C.

Samþykkt: 
 • 28.4.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjálmar-Arnar-Hjálmarsson-MS-verkefni Lyfjafræði 2020.pdf1.58 MBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis Hjálmar Arnar MS 2020 NÝTT.pdf83.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF