Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35101
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að kanna algengi augnþurrks meðal sjúklinga á bráðalyflækningadeild Landspítala, og hinsvegar að meta hvort algengi augnþurrks sé hærra meðal sjúklinga á fjöllyfjameðferð og hvaða lyfjaflokkar hafa tengsl við augn- og munnþurrk. Einnig voru könnuð tengsl við aldur, kyn og sjúkdómaflokka.
Aðferðir: Rannsóknarsnið var framskyggn lýsandi rannsókn meðal einstaklinga á aldursbilinu 18-85 ára sem lögðust inn á tímabilinu 5. desember 2019 til 9. mars 2020. Rannsóknargögn samanstóðu af stöðluðum heilsufarsupplýsingum úr sjúkraskrám ásamt upplýsingum um lyfjanotkun sjúklinga, þar með talið lyfjaskammtar. Staðlaðir spurningalistar með tilliti til einkenna augnþurrks (OSDI (Ocular Surface Disease Index) spurningalistinn) og sex spurningum til greiningar á Sjögrens heilkenni voru lagðir fyrir þátttakendur rannsóknarinnar í stöðluðu samtali. Schirmer-I próf var síðan framkvæmt til mats á táraframleiðslu.
Niðurstöður: Eitt hundrað sjúklingar tóku þátt í rannsókninni (53% konur), en 12 sjúklingar voru útilokaðir frá gagnaúrvinnslu þar sem ekki tókst að framkvæma áreiðanlegt Schirmer-I próf hjá þeim. Ríflega helmingur sjúklinga eða 57,9% var með óeðlilegt Schirmer-I próf og 51,2% sjúklinga upplifði einkenni augnþurrks samkvæmt OSDI spurningalista. Algengi augnþurrks meðal sjúklinga á fjöllyfjameðferð var einnig hærra samanborið við sjúklinga sem ekki voru á fjöllyfjameðferð (61% vs 36,4%). Flestir sjúklingar sem upplifðu einkenni augnþurrks og voru með óeðlilegt Schirmer-I próf tóku lyf úr lyfjaflokkum G (þvagfæra-, kvensjúkdómalyf og kynhormónar) og N (tauga- og geðlyf). Algengi augnþurrks var hærra meðal eldri sjúklinga (≥50 ára) og einnig meðal kvenna (60,4% vs 55%). Flestir sjúklingar sem upplifðu einkenni munnþurrks tóku lyf úr sömu lyfjaflokkum og ollu einkennum augnþurrks.
Ályktanir: Algengi augnþurrks er hátt á bráðalyflækningadeild Landspítala þar sem flestir sjúklingar eru fjölveikir og á fjöllyfjameðferð. Sjúklingar sem nota lyf að staðaldri eru líklegri til þess að upplifa einkenni augn- og munnþurrks. Mikilvægt er að huga að þessum einkennum á meðan á dvöl sjúklinga á sjúkrahúsum varir.
Objective: The objective of this study was to examine the prevalence of symptoms of dry eye among patients at internal medicine ward; and if the prevalence is higher amongst patients on polypharmacy therapy, and which classes of medications are associated with ocular and mucosal dryness. In addition, the association of age, gender and illnesses was examined.
Methods: This study was prospective descriptive study and included patients 18 to 85 years old, admitted December 5, 2019 to March 9, 2020. Research data included standardized health information from medical records and information about patients’ medicinal history, including dosage. Patients answered two standardized questionnaires about symptoms of dry eye, the OSDI (Ocular Surface Disease Index) and six questions for diagnosing Sjögrens syndrome in a standardized dialogue. Schirmer-I test was performed to evaluate tear function.
Results: 100 patients participated in the study (53% female), 12 patients had faulty Schirmer-I test results and had to be excluded. More than half of the patients (57.9%) had abnormal Schirmer-I test, and 51.2% patients experienced symptoms of dry eye according to the OSDI questionnaire. The prevalence of dry eye was also higher among patients on polypharmacy treatment (61% vs 36.4%). Most of the patients, who experienced symptoms of dry eye and had abnormal Schirmer-I test, were using medication from the ATC classes G (Genito-urinary system and sex hormones) and N (Nervous system) among other medications. The prevalence of dry eye was higher among elderly patients (≥50 years) and among female patients (60.4% vs 55%). Most of the patients experiencing symptoms of mucosa dryness used medication from the same medication classes that were causing symptoms of dry eye.
Conclusion: Prevalence of symptoms of dry eye at the internal medicine ward is high, as most patients have multiple diseases and are on polypharmacy treatment. Patients using medication regularly are more likely to experience symptoms of ocular and mucosa dryness. It is important to consider these symptoms during patients’ hospitalization.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð_HelgaRut.pdf | 4,94 MB | Lokaður til...20.05.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlysing_Skemman_Helga.pdf | 164,65 kB | Lokaður | Yfirlýsing |