is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35102

Titill: 
  • Ríkir valddreifing í stjórnsýslu náttúruverndar? Tilviksrannsókn um friðlýsingu Þjórsárvera
  • Titill er á ensku How does decentralization affect the administration of nature conservation? A case study of the conservation of Þjórsárver.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Friðlýsingarferli Þjórsárvera hófst 1981, þegar fyrsta friðlýsing á svæðinu var staðfest, og
    stóð fram til haustsins 2017 þegar friðlýsta svæðið var stækkað og skilmálar þess víkkaðir.
    Allt tímabilið einkenndist af eftirvæntingu margra mismunandi stjórnsýsluaðila eftir því
    að sjá hvort orkunýting í Þjórsárverum yrði heimiluð eða hvort verndunarskilmálar
    svæðisins yrðu víkkaðir svo mikið að engin mannleg áhrif mættu þar sjást. Hér verður
    þetta tímabil skoðað með rannsóknarspurninguna: „Var valddreifð stjórnsýsla hamlandi í
    ferli friðlýsingar Þjórsárvera?“ í huga og athugað sérstaklega hvort náttúruvernd eigi til
    að týnast á milli stjórnsýsluaðila í valddreifðu stjórnsýslukerfi. Kenningalegur bakgrunnur
    rannsóknarinnar kemur frá fræðimönnunum Charles E. Lindblom og Herbert Simon,
    samtímamönnum með ólíka sýn á ákvarðanatökuferli stjórnvalda. Þar er fyrst og fremst
    um að ræða, kenningu Lindbloms um smáskrefaákvarðanatöku og kenningu Simons um
    takmarkaða skynsemi. Gagnaöflun rannsóknarinnar fór meðal annars fram í gegnum
    hálfstöðluð viðtöl við aðila sem höfðu bæði hagsmuna að gæta í friðlýsingu Þjórsárvera
    eða störfuðu sem óháðir aðilar sem komu að ákvarðanatökunni sjálfri. Í niðurstöðum
    rannsóknarinnar er rannsóknarspurningunni svarað játandi. Sjónarmið náttúruverndar
    týndust í friðlýsingarferli Þjórsárvera, alveg frá því 1981, þegar fyrsta friðlýsingin innihélt
    undanþágu fyrir framkvæmdir við Norðlingaölduveitu, þangað til að friðlýsingin árið 2017
    var staðfest. Náttúruvernd var hvað eftir annað sett í annað sætið þegar nýir stjórnendur
    tóku við stofnun eða ráðuneyti sem hélt á málinu og ákváðu að láta málið bíða. Það var
    ekki fyrr en stjórnendur sem höfðu áhuga og vilja til að klára ferlið komu til sögunar, sem
    því loks lauk. Því er ljóst að sjónarhorn náttúruverndar týndist í valddreifðri stjórnsýslu í
    tilviki Þjórsárvera.

  • Útdráttur er á ensku

    The conservation process of Þjórsárver began in 1981, when the first preservation terms
    were approved, and that preservation term lasted until October 2017 when the
    conservation area was enlarged, and the terms expanded to include all fragile areas of
    Þjórsárver. Those years were marked by a decision-making process of whether power
    utilization would be allowed in the area or if the preservation terms would ban all man
    made interference and structures. This case study follows this term with the research
    question “Was decentralized administration obstructive to nature conservation in the
    case of Þjórsárver“ in mind and explores the idea if nature conservation can get lost in a
    decentralized system. The theoretical background of the study comes from the theories
    of Charles E. Lindblom and Herbert Simon about decision making processes, Lindblom’s
    theory of incrementalism and Simon's theory of bounded rationality. Semi-standard
    interviews with people that had direct interests in the case, worked as independent
    parties or worked in the decision-making process itself were used for data collection. The
    conclusions confirm that the research question is valid for the case of Þjórsárver. The
    interests of nature conservation were obstructed by the slow decision-making processes
    of a decentralized administration. It was not until an interested minister took over the
    Ministry for the Environment and Natural Resources that the conservation process was
    completed. Therefore, the case study of Þjórsárver shows that the interests of nature
    conservation got lost in a decentralized system.

Samþykkt: 
  • 28.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SvanaBjörgEiríksdóttir.FriðlýsingarferliÞjórsárvera.pdf662.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.PNG319.48 kBLokaðurYfirlýsingPNG