Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35103
Í kjölfar bankahruns er varð á Íslandi 2008 komu upp margar ákærur vegna umboðssvika en áður hafði ekki mikið reynt á ákvæðið í framkvæmd. Í ritsmíð þessari verður stiklað á stóru á atvikum bankahrunsins og útskýrt í grófum dráttum með hvaða hætti umboðssvik fóru fram. Með því að skoða nokkra Hæstaréttardóma verður reynt að skilgreina með skilmerkilegum hætti hvort dómstóllinn hefur túlkað ákvæði 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með öðrum hætti en gert var fyrir hrun. Hæstaréttardómar sem fallið hafa fyrir og eftir hrun verða bornir saman og niðurstöður þeirra, með það að sjónarmiði að leggja mat á hvernig dómstóllinn hefur túlkað m.a. verulega fjártjónshættu, auðgunarásetning sbr. 243. gr. hgl., misnotkun á aðstöðu og aðstæður á fjármálamarkaði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni yfirlýsing.png | 197,07 kB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG | |
BA Ritgerð. Lokaútgáfa Skemma.pdf | 592,26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |