is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35104

Titill: 
 • Fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf fyrir brjóstnám með tafarlausri uppbyggingu með ígræði, á Landspítala 2010-2019
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Brjóstnám og tafarlaus brjóstauppbygging er framkvæmd bæði sem áhættuminnkandi aðgerð hjá konum með arfgenga áhættuþætti eða sem hluti af meðferð við brjóstakrabbameini. Aðgerðin telst til ,,hreinna“ aðgerða með minna en 5% hættu á sýkingu eftir aðgerð án allra áhættuþátta. Fjölmargir áhættuþættir geta verið til staðar, einkum meðal sjúklinga með brjóstakrabbamein. Klínískar leiðbeiningar eru á Landspítala og víða um heim um fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf fyrir skurðaðgerðir. Markmið þeirra er að stuðla að réttri notkun fyrirbyggjandi sýklalyfja og draga úr sýkingartíðni. Það er nauðsynlegt fyrir heilbrigðiskerfi og stofnanir að vita hvort klínískum leiðbeiningum sé fylgt og hver tíðni sýkinga er.
  Markmið: Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf væri gefin fyrir brjóstnám og tafarlausa uppbyggingu með ígræði og hvort sú gjöf væri samkvæmt gildandi klínískum leiðbeiningum Landspítala. Undirmarkmið voru að skoða sýkingartíðni innan 90 daga frá aðgerð og bera saman konur með og án krabbameinsgreiningar.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn lýsandi gagnagrunnsrannsókn byggð á gögnum frá Landspítala. Skoðuð var fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf fyrir brjóstnám og tafarlausa uppbyggingu með ígræði frá janúar 2010 til desember 2019.
  Niðurstöður: Gögn fengust um 335 aðgerðir á rannsóknartímabilinu. Meirihluti sjúklinga sem undirgengust brjóstnám og tafarlausa uppbyggingu með ígræði fengu fyrirbyggjandi sýklalyf (95%). Þau voru gefin á réttum tíma að meðaltali í 44% tilfella á rannsóknartímabilinu. Í aðeins einni aðgerð var klínískum leiðbeiningum Landspítala fylgt að fullu en sýklalyf voru gefin umfram þann tíma sem mælt er með í 98% tilfella. Að meðaltali voru fyrirbyggjandi sýklalyf gefin í fjóra daga í sömu legu og skurðaðgerð var framkvæmd.
  Ályktun: Fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf var ábótavant og ekki í fullu samræmi við gildandi klínískar leiðbeiningar Landspítala. Mesta ósamræmi var við lengd meðferðar sem var talsvert umfram ráðleggingar. Ljóst er að skráning greiningar- og aðgerðarkóða þarf að vera betri og sýkingar eftir aðgerð eru almennt illa skráðar.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Mastectomy with immediate breast reconstruction is performed as a risk-reducing mastectomy in women with strong family history of breast cancer or gene mutations linked to an increased risk of breast cancer or as a part of a breast cancer treatment. The operation is considered a „clean“ procedure with less than a 5% risk of a postoperative infection in cases without any risk factors. However, risk factors are common, particularly among patients with breast cancer. Clinical guidelines regarding pre- and perioperative antibiotic prophylaxis are available for Landspítali just like in hospitals all over the world. Their aim is to improve prophylactic antibiotic use and lower infection rates. Information regarding compliance with clinical guidelines and infection rates are essential for healthcare systems and institutions to improve quality.
  Objectives: The main goal of this study was to examine prophylactic antibiotic use during mastectomies with immediate reconstruction with implant and compliance with clinical guidelines at Landspítali. The secondary aim was to examine infection rates within 90 days of the operation and compare prophylactic operations with cases of cancer.
  Methods: This study was a retrospective descriptive database study using data from Landspítali. Antibiotic prophylaxis for mastectomy with immediate reconstruction with implant was examined from January 2010 to December 2019.
  Results: Data was obtained for 335 operations during the study period. A majority of cases received prophylactic antibiotics (95%). Prophylactic antibiotics were administered during the correct time period in 44% of cases on average. Clinical guidelines were followed completely in only one case. Prophylactic antibiotic administration was prolonged beyond the recommended duration in 98% of cases. On average, prophylaxis antibiotics were given for four days in the same hospital stay as the operation was performed in.
  Conclusion: Compliance with clinical guidelines at Landspítali was lacking during the study period. The most inconsistency was with the length of treatment which was in excess of recommendations. It is also clear that diagnostic and operation code registration could be improved, and postoperative infections are poorly recorded.

Samþykkt: 
 • 28.4.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til meistaraprófs 2020-Hafdís Rún Einarsdóttir.pdf4.58 MBLokaður til...31.12.2022HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - Hafdísrúneinarsd.pdf50.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF