is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35105

Titill: 
 • Þrívíddarprentun á eyrnatöppum gegn miðeyrnabólgu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Algengasta heilsufarsvandamál og ein helsta ástæða fyrir notkun sýklalyfja á meðal ungra barna er miðeyrnabólga (e. otitis media). Sjúkdómsmyndir miðeyrnabólgu eru tvennskonar en í um 80% tilfella er að ræða bráðamiðeyrnabólgu. Helstu sýkingavaldar í bráðamiðeyrnabólgu eru Streptococcus pneumoniae (pneumókokkar) og Haemophilus influenzae. Nauðsynlegt er að finna aðra meðferð við sjúkdóminum þar sem sýklalyfjaónæmi baktería er ein af aðal heilbrigðisógnum heims.
  Rokgjörn olía sem unnin er úr Thymus vulgaris L. hefur sýnt fram á bakteríudrepandi áhrif sem og eitt af aðal innhaldsefnum hennar, týmól. Týmól er náttúrulegt mónóterpen fenól og er rokgjarnt efni. Notkun týmóls er ein aðferð til að sigrast á sýklalyfjaónæmum bakteríum en efnið getur hindrað vöxt gram jákvæðra og gram neikvæðra baktería og þar með talið baktería sem eru helstu sýkingavaldar í miðeyrnabólgu.
  Framleiðsluaðferðin þrívíddarprentun felur í sér bræðslu eða mótun efnis í ákveðin lög til að mynda hlut í þrívídd. Síðan um aldamótin síðustu hefur þrívíddarprentun verið beitt í læknisfræðilegum tilgangi. Með þrívíddarprentun er hægt að mynda flókna strúktúra sem hefðbundið framleiðsluferli lyfjaiðnaðarins er ekki fært um.
  Framleiddir voru eyrnatappar með þrívíddarpentun sem hýstu lyfjasamsetningu með virka efninu týmól. Hentug lyfjasamsetning var fundin ásamt því að uppgufun virka efnisins úr eyrnatöppunum var könnuð með því að magngreina sýni með vökvaskiljun. Niðurstöður sýndu fram á að því stærra yfirborð eyrnatappa sem týmól nær að gufa upp af, því meiri uppgufun verður. Þar að auki fékkst meiri uppgufun yfir lengri tíma ef tapparnir voru geymdir í loftþéttu umhverfi á milli mælinga. Hvað varðar styrk týmóls í samsetningu þá gaf 70% týmól í vaselíni bestu uppgufun en þar sem týmól á það til að falla út í svo háum styrk í samsetningunni var 50% týmól í vaselíni talin hentugust. Sú samsetning gaf einungis 13,59 % lægri styrk við uppgufun í 60 mínútur en 70% týmól í vaselini og var þar að auki meðfærilegust.

 • Útdráttur er á ensku

  The most common health problem and one of the main reasons for the use of antibiotics amongst infants are otitis media. There are two types of otitis media, but in about 80% of cases, it is acute otitis media. The primary infectious agents in acute otitis media are Streptococcus pneumoniae and Haemophilus influenzae. It is crucial to find another treatment for the disease, because of antibiotic resistance of bacteria is one of the world´s major health threat today.
  Volatile oil derived from Thymus vulgaris L. has shown bactericidal effects as well as one of its main ingredients, thymol. Thymol is a natural monoterpene phenol and is a volatile substance. The use of thymol is one method of overcoming antibiotic-resistant bacterias, but it can inhibit the growth of gram-positive and gram-negative bacteria, including bacteria that are the major causes of otitis media.
  Three-dimensional printing is a manufacturing process that involves the melting or moulding of material in specific layers to form an object in three-dimension. Three-dimensional printing has been used for medical purposes since the last century. With three-dimensional printing, complex structures can be formed that the manufacturing process of the pharmaceutical industry is not able to.
  Earplugs were manufactured with three-dimensional printing and filled with the appropriate formulation of the active ingredient thymol. A suitable formulation was found for thymol and evaporation of thymol from the earplugs was determined with the HPLC. The results showed that the larger surface of the earplugs that thymol can evaporate, from the greater the evaporation will be. Also, more evaporation occurred over a long period when the plugs were stored in a hermetic atmosphere between measurements. 70% concentration of thymol vaseline formulation gave the best results regarding evaporation, but in high concentration, thymol can precipitate in the formulation. Therefore, the 50% thymol vaseline formulation was considered most suitable and was also the most manageable. When comparing the evaporation of 50% formulation to 70%, there was only observed 13,59% lower concentration for the 50% formulation.

Samþykkt: 
 • 28.4.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ÁP-27.4.20-Final.pdf2.94 MBLokaður til...27.06.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna .pdf852.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF