is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35106

Titill: 
 • Viðhorf lækna og sjúklinga til lyfjaskipta á adalimumab: úr Humira® yfir í Imraldi®
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þekkingu, viðhorf og ásættanleika liðbólgusjúklinga, þarmabólgusjúklinga, psoriasissjúklinga og sérfræðilækna í gigtarlækningum, meltingarlækningum og húðlækningum á lyfjaskiptunum sem gerð voru 1. mars 2019 þegar skipt var úr líftæknilyfinu Humira® yfir í líftæknilyfjahliðstæðuna Imraldi® og hvernig til tókst við þau skipti.
  Aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd á Landspítalanum á tímabilinu nóvember 2019 til apríl 2020. Tveir spurningarlistar voru hannaðir af rannsakendum, annar var lagður símleiðis fyrir sjúklinga og hinn, rafrænn spurningalisti, var sendur á sérfræðilæknana.
  Niðurstöður: Af þeim 198 sjúklingum sem samþykktu þátttöku þá var mikill meirihluti þeirra sem þekktu hugtakið líftæknilyf (79%) og fengu fræðslu (79%) um þau við upphaf meðferðar. Mikið færri þekktu hugtakið líftæknilyfjahliðstæða (22%) og fengu fræðslu (32%) um lyfjaskiptin þegar meðferð með Imraldi® hófst. Afgerandi ánægja var með Humira® meðferð (88%) en færri voru ánægðir með Imraldi® meðferð (52%). Rúmlega helmingur þátttakenda upplifðu sig örugga (56%) við lyfjaskiptin en þó voru einungis 48% þeirra ánægðir og 31% jákvæðir gagnvart skiptunum.
  Af þeim 43 sérfræðilæknum sem samþykktu þátttöku var yfirgnæfandi meirihluti sem þekkti líftæknilyf og líftæknilyfjahliðstæður, þar sem 86% þekktu líftæknilyfið Humira® og 77% þekktu líftæknilyfjahliðstæðuna Imraldi® vel. Mismunandi niðurstöður fengust milli sérfræðilækna gagnvart lyfjaskiptunum en gigtarlæknar voru afgerandi ánægðastir með hvernig til tókst. Töldu sérfræðilæknarnir Imraldi® meðferð vera jafn áhrifaríka og örugga og meðferð með Humira®. Flestir sérfræðilæknanna myndu ávísa ódýrari lyfi ef engar hömlur væru á ávísun líftæknilyfja.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að lyfjaskiptin hafi valdið sjúklingum kvíða en í ljós kom að sjúklingum þótti meðferð með Imraldi® var jafn örugg og Humira®. Sérfræðilæknar töldu meðferðirnar vera jafn áhrifaríkar og myndu oftast kjósa að ávísa ódýrara lyfinu. Benda niðurstöður til þess að bæta þurfi upplýsingaflæði og fræðslu til sjúklinga við lyfjaskipti sem þessi til að koma í veg fyrir óþarfa áhyggjur.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: To explore the knowledge, attitude, and acceptability of patients with arthritis, inflammatory bowel disease, and psoriasis, as well as rheumatologists, gastroenterologists, and dermatologists, towards the switch from the biologic Humira® to the biosimilar Imraldi® which occurred nationally on March 1. 2019 and how it succeeded.
  Methods: The study was conducted at Landspítali, The National University Hospital of Iceland, from November 2019 to April 2020. Two questionnaires were designed, one was carried out by phone call, to patients and the other one sent online to physicians.
  Results: Of those 198 patients that participated, the majority was familiar with the term biologic medicine (79%) and had received information about it (79%) when initiating treatment. Fewer patients were familiar with the term biosimilar (22%) and received information (32%) about the switch when Imraldi® treatment began. Most were satisfied with the Humira® treatment (88%) but fewer were satisfied with the Imraldi® treatment (52%). More than half of the participants felt safe when switching to Imraldi® (56%) but only 48% of them were happy to switch and 31% were positive towards this change. Of the 43 physicians who participated the majority was familiar with biologic medicine and biosimilars, where 86% knew the biologic medicine Humira® and 77% knew the biosimilar Imraldi®. Results differed between groups of physicians, where rheumatologist were most satisfied with how the switch succeeded. Physicians considered Imraldi® treatment to be as effective and safe as Humira® treatment. Most physicians would prescribe a cheaper medicine if no restrictions were on the prescription of biologic medicine.
  Conclusions: The results of the study suggests that the switch caused anxiety in patients, however, patients also thought Imraldi® and Humira® treatments were equally safe. Physicians considered the two treatments to be as effective and would more often choose to prescribe the cheaper treatment. The results suggests that opportunity is for improvements in information and education to patients when switching treatments like this to avoid unnecessary worries.

Samþykkt: 
 • 28.4.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Kristin.pdf3.51 MBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF
skemma.meistaraverkefni_Kristin.pdf625.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF