Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35111
Inngangur: Ljóst er að samband er á milli notkunar sýklalyfja og þróunar á
sýklalyfjaónæmi meðal algengra sýkla. Það er því nauðsynlegt að rannsaka notkun
sýklalyfja á sjúkrahúsum og á öðrum stöðum í samfélaginu til að geta gripið inn í og
komið í veg fyrir aukið sýklalyfjaónæmi.
Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna notkun sýklalyfja (ATC-J01)
á tveimur stærstu sjúkrahúsum landsins á árunum 2010-2019. Einnig að skoða notkun
á sýkingalyfjum (ATC-J) á sömu sjúkrahúsum og gera samanburð við sambærilegar
rannsóknir í öðrum löndum. Undirmarkmiðið var að kanna tengsl sýklalyfjanotkunar á
LSH og þróunar sýklalyfjaónæmis á sama tíma.
Aðferðir: Afturskyggn lýsandi gagnagrunnsrannsókn þar sem ópersónugreinanleg
gögn um sýkingalyfjanotkun voru fengin frá gagnagrunnum LSH og SAK. Notast var
við DDD og DOT fyrir hverja 100 legudaga og legur til að skoða þróun í notkun
sýkingalyfja á LSH og SAK. Breytingar á notkun algengra sýklalyfjaflokka milli ára voru
greindar.
Niðurstöður: Yfir tíu ára rannsóknartímabil á völdum legudeildum, fengu sjúklingar í
40% tilvika sýkingalyf í legu og þar af 38% sýklalyf á LSH en á sama tíma fengu 30%
sjúklinga á SAK sýkingalyf í legu og þar af 29% sýklalyf. Þegar notast var við DDD/100
legudaga hækkaði sýklalyfjanotkun LSH á rannsóknartímabilinu frá 54,6 upp í 57,4 og
SAK frá 54,4 upp í 77,6. Hins vegar þegar notast var við DOT/100 legudaga þá
minnkaði sýklalyfjanotkun LSH á rannsóknartímabilinu frá 55,1 niður í 54,5 en hækkaði
á SAK frá 52,3 upp í 70,8.
Umræða: Mismunandi notkun er á ákveðnum sýklalyfjaflokkum á LSH og SAK, þar
sem mesti munurinn var á notkun á cefalósporínum þar sem SAK notar meira af fyrstu
kynslóðar cefalósporínum. Engar staðlaðar aðferðir eru við framsetningu niðurstaðna
á sýklalyfjanotkun og þar með getur reynst erfitt að bera saman notkun milli landa. Það
gefur því auga leið að nauðsynlegt er að finna leiðir til að samræma þessar aðferðir.
Samband fannst á milli notkunar ákveðinna sýklalyfja og þróun ónæmis hjá ýmsum
bakteríum á LSH. Ekki er þó hægt að fullyrða að um raunverulegt samband sé þar á
milli vegna áhrifa annarra samverkandi þátta.
Introduction: There is a clear relationship between the use of antibiotics and the
development of antibiotic resistance among common pathogens. Therefore, it is
necessary to study the use of antibiotics in hospitals and elsewhere in the community
in order to inform intervention strategies and prevent increased antibiotic resistance.
Objective: The aim of the study was to quantify antibiotic (ATC-J01) use in two of the
largest hospitals in Iceland in 2010-2019. Additionally, to quantify the use of
antimicrobials (ATC-J) and to compare related studies in other countries. The
secondary aim was to investigate the relationship between antibiotic use and
development of antibiotic resistance within LSH.
Materials and methods: A retrospective descriptive database study using nonpersonally identifiable data from databases within LSH and SAK. Antimicrobials use
was expressed as the number of DDD/100 and DOT/100 bed days and admissions.
Trends in overall use of antimicrobials was analyzed by years and months and
additionally, trends in the most common antibiotic groups was analyzed by year.
Results: During the ten-year study period in selected inpatient wards, 40% of admitted
patients received at least one antimicrobial, of which 38% received antibiotics at LSH.
At SAK 30% received at least one antimicrobial, of which 29% received antibiotics.
When DDD/ 100 bed days was used to quantify the use of antibiotics, there was an
increased use during the study period within LSH from 54,6 to 57,4 and for SAK from
54,4 to 77,6. However, when DOT/100 bed days was used there was a decrease in
antibiotic use at LSH from 55,1 to 54,5 and an increase at SAK from 52,3 to 70,8.
Conclusion: The use of certain antibiotic groups differed between hospitals, most
significantly in the use of cephalosporins, as SAK used more first generation
cephalosporins. The lack of standardized methods for presenting results of antibiotic
use can result in difficulty when comparing studies between countries. A relationship
was established between the use of certain antibiotics and antibiotic resistance at LSH.
It is not possible to assert that there is a sure relationship between them because of
other interacting factors.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni - Katrín Ósk - 2020.pdf | 5,18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um lokaverkefni - Katrín Ósk - 2020.pdf | 296,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing |