is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35115

Titill: 
 • Ábendingar, öryggi og meðferðarheldni krabbameinslyfjameðferða um munn með lyfjum af flokki próteinkínasahemla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Marksækin lyfjameðferð af flokki próteinkínasahemla (PKH) um munn til meðferðar við blóðsjúkdómum og krabbameinum fer vaxandi sem virk og öflug meðferð. Einstaklingar bera aukna ábyrgð, þar sem þeir stýra sjálfir meðferðinni heima og verða að vera vakandi yfir einkennum aukaverkana sem geta fylgt lyfjameðferðinni.
  Markmið: Að gera samantekt á krabbameinslyfjameðferðum um munn með lyfjum af flokki PKH með tilliti til útgefinna leyfa, notkunar og ábendinga. Að kanna gæði og öryggi PKH meðferða með tilliti til fjölda, tegundar og alvarleika aukaverkana og milliverkana, ásamt að kanna meðferðarheldni og helstu áhrifaþætti.
  Aðferðir: Rannsóknin var unnin á Landspítala og skiptist í afturskyggnan og framskyggnan hluta. Afturskyggn rannsókn sem lýsandi samantekt á PKH meðferðum fullorðinna einstaklinga. Upplýsingar um lyf og ábendingar var aflað í Heilsugátt Landspítala á kennitölu, út frá veittum leyfum Lyfjanefndar Landspítala fyrir meðferð á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2019. Í framskyggnri rannsókn frá janúar til mars 2020, fengust upplýsingar um kennitölur einstaklinga í virkri PKH meðferð hjá teymisstjóra hjúkrunar á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11BC. Þátttaka einstaklinga fól í sér stakt símaviðtal við rannsakenda samkvæmt stöðluðum viðtalsramma.
  Niðurstöður: Alls voru 252 sjúklingar í afturskyggna hlutanum, og algengasta PKH meðferðin palbociclib við brjóstakrabbameini. Í framskyggna hlutanum tóku 42 sjúklingar þátt og algengasta PKH meðferðin ribociclib við brjóstakrabbameini. Allir þáttakendur greindu frá einhverri aukaverkun á meðferðartímabilinu og voru þær flestar vægar. Klínískt mikilvægar milliverkanir greindust hjá 7 (16,7%) sjúklingum. Meðferðarheldni mældist góð hjá 97,6% sjúklinga og virtust áhrifaþættir ekki hafa mikil áhrif.
  Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að meirihluti sjúklinga sem fá krabbameinslyfjameðferð um munn með lyfi af flokki PKH á Landspítala séu konur með brjóstakrabbamein. Aukaverkanir af völdum PKH lyfja eru í flestum tilfellum vægar og viðráðanlegar. Klínískt mikilvægar milliverkanir, sem voru 5 talsins, greindust einungis hjá 16,7% sjúklinga sem bendir til þess að sjúklingar séu ekki í mikilli hættu á aukaverkunum vegna milliverkana. Gera má ráð fyrir því að meðferðarheldni sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð um munn sé almennt góð og að engir sérstakir áhættuþættir spái fyrir um meðferðarheldni.

Samþykkt: 
 • 28.4.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ábendingar,_öryggi_og_meðferðarheldni_krabbameinslyfjameðferða_um_munn_með_lyfjum_af_flokki_próteinkínasahemla_AKW.pdf3.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.skemma.pdf193.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF