is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35117

Titill: 
 • Notkun metformíns við meðgöngusykursýki; áhrif þess á þyngd og lyfjanotkun kvenna á meðgöngu og fæðingarþyngd barna
 • Titill er á ensku Metformin use in Gestational Diabetes Mellitus; its effect(s) on maternal weight and medicinal use during pregnancy and neonatal birth weight
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur
  Metformín er fyrsta val í lyfjameðferð við MGS. Það fer til fósturs um fylgju en hefur engu að síður lengi verið talið öruggt lyf til notkunar á meðgöngu. Þó lyfið hafi ekki fósturskemmandi áhrif hafa verið uppi áhyggjur um að lyfið geti haft áhrif á fósturþroska í móðurkviði með langtímaáhrif á hjartaheilsu og efnaskiptasjúkdóma. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tíðni notkunar metformíns við MGS á árunum 2014- 2018 á Íslandi og áhrif þess á þyngdarbreytingu kvenna á meðgöngu og fæðingarþyngd, -lengd og höfuðummál barna þeirra. Einnig var önnur lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningar kvenna á meðgöngu skoðuð.
  Efni og aðferðir
  Rannsóknin náði til allra kvenna sem notuðu metformín við MGS á árunum 2014-2018 og börn þeirra, að undanskildum konum sem fæddu fjölbura og/eða andvana barn. Viðmiðunarhópur samanstóð af konum sem fengu greininguna MGS á sama tímabili og börn þeirra en notuðu ekki metformín á meðgöngu allt að sex mánuðum fyrir fæðingardag. Gögn voru fengin úr Fæðingaskrá og Lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis.
  Niðurstöður
  Á árunum 2014-2018 notuðu 178 konur metformín við MGS sem 0,9% allra fæðandi kvenna á Íslandi á þeim árum. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á þyngdaraukningu kvennanna. Börn kvenna sem notuðu metformín á meðgöngu höfðu tölfræðilega marktækt lægri fæðingarþyngd en börn kvenna í viðmiðunarhópi. Konur í tilfellahópi notuðu fleiri lyf og höfðu jafnframt fleiri skráðar sjúkdómsgreiningar en konur í viðmiðunarhópi.
  Ályktanir
  Tíðni notkunar metformíns jókst á árunum 2014-2018. Samkvæmt rannsókninni dregur metformín úr fæðingarþyngd barna en að öðru leyti virðist lyfið ekki hafa áhrif á börn á nýburaskeiði. Konur á metformín meðferð við MGS nota fleiri lyfseðilsskyld lyf og hafa fleiri sjúkdómsgreiningar en þær sem ekki nota metformín. Aukin tíðni notkunar lyfsins við MGS undirstrikar mikilvægi framtíðarrannsókna á þessu sviði.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction
  Metformin is considered as the first-line drug in the management of GDM. It is known to cross the placenta but has nevertheless long been considered safe for use in pregnancy. Although the drug has no teratogenic effects, there are concerns that the drug may affect fetal programming in the womb with long-term effects on cardiometabolic health. The purpose of this study was to examine the incidence of metformin use for GDM during 2014-2018 in Iceland and its effect on maternal weight change in pregnancy and neonatal birth weight, birth length and head circumference. Other maternal medication use and diagnoses were also examined.
  Methods
  The study included all women who used metformin during pregnancy from 2014 to 2018 and their newborns, excluding multiple pregnancies and stillbirths. The control group consisted of women who were diagnosed with GDM and their children over the same period, without metformin use during pregnancy and up to six months before birth. Data was obtained from the Birth Register and Prescription Medicines Register from The Directorate of Health.
  Results
  During the period 2014-2018, 178 women used metformin in GDM which corresponds to 0,9% of all births in Iceland during the same period. There was no statistically significant difference in women's weight gain. Mothers who used metformin had infants with significantly lower birth weight compared to mothers not using metformin. Women in the case group used more medications and had more diagnoses compared to the control group.
  Conclusions
  The incidence of metformin use increased during the period 2014-2018. Infants of mothers who used metformin had lower birth weight but other neonatal outcomes were not affected. Metformin-treated women with GDM used more prescription medications and had a higher number of diagnoses. The increased use of metformin in GDM underlines the importance of further studies in this field.

Samþykkt: 
 • 28.4.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun metformíns við MGS; áhrif þess á þyngd og lyfjanotkun kvenna á meðgöngu og fæðingarþyngd barna.pdf2.28 MBLokaður til...27.04.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf488.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF