is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35120

Titill: 
  • Titill er á ensku Alkaloid quantitation and chemical fingerprinting of Icelandic Huperzia selago genotypes using HPLC-UV and UPLC-QToF-MS
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Plants belonging to the family Lycopodiaceae (clubmosses) produce bioactive lycopodium alkaloids. The clubmoss Huperzia serrata has been used as herbal medicine for centuries in China for numerous of ailments, e.g., fever, swelling, and to improve memory. The alkaloid, huperzine A (hupA), was first isolated from the whole plant of H. serrata and has been shown to be a potent acetylcholinesterase inhibitor and of interest for development of drugs for Alzheimer’s. A related species, Huperzia selago, which grows in Iceland, produces considerable amounts of hupA amongst eleven other lycopodium alkaloids reported so far.
    The aim of this study was to characterize alkaloid variations of the three Icelandic H. selago genotypes. The specific objectives were to determine the hupA contents using HPLC-UV and assess its variation in genotypes and to explore the use of UPLC-MS alkaloid fingerprinting in the recognition of genotypes.
    The Icelandic H. selago was found to have a wide range of hupA contents from 41 μg/g d.w. to 649 μg/g d.w. in the three genotypes, determined by a HPLC-UV method. Genotype 3 contains significantly higher hupA than genotype 1 and the highest amount of hupA was determined in one specimen of genotype 3 (649 μg/g d.w.). Alkaloid fingerprinting was performed using a UPLC-MS method. Principal component analysis (PCA) fingerprinting data reveals that alkaloid profile tends to be genotype specific. From the PCA loading plot, hupA and hupB are driving the separation of genotype 3 from the other two. It is suggested that Icelandic H. selago of genotype 3 is a good alternative source for natural hupA. This study highlights the importance of chemical fingerprinting and thorough plant identification in the selection of medicinal plant raw material with highest pharmaceutical interest.

  • Jurtir af jafnaætt (Lycopodiceae) framleiða meðal annars lífvirka lýkópódíum alkalóíða. Huperzia serrata er jafni sem hefur verið notaður í Kína til náttúrulækninga svo öldum skiptir, meðal annars sem hitalækkandi, gegn bólgum og sem minnisaukandi. Alkalóíðinn, huperzín A (hupA), var fyrst einangraður úr heilli jurt af jafnanum H. serrata. HupA er mikilvirkur asetýlkólínesterasahindri og hefur vakið athygli sem mögulegur lyfjasproti við þróun lyfja gegn Alzheimerssjúkdómi. Huperzia selago eða skollafingur, er náskyldur jafni af sömu ættkvísl sem vex víða á Íslandi. Alls hafa verið einangraðir tólf lýkópódíum alkalóíðar úr íslenskum skollafingri þar á meðal lyfjavirki alkalóíðinn hupA.
    Markmið rannsóknarinnar var að greina alkalóíðamynstur íslensks skollafingurs í þremur arfgerðum (genotypes) hans. Sértæk markmið voru magngreining á hupA með HPLC-UV til að meta breytileika magns hupA milli arfgerða og að kanna notkun á UPLC-MS til greiningar á efnafræðilegum fingraförum alkalóíða sem og greining gena í arfgerðir.
    Magngreining á hupA í íslenskum skollafingri fór fram með HPLC-UV og leiddi í ljós að magn þess í þurrvigt spannar yfir mjög breitt bil í arfgerðunum þremur eða frá 41 μg/g til 649 μg/g. Arfgerð 3 innihélt umtalsvert meira magn af hupA samanborið við arfgerð 1 og mesta magn af hupA var að finna í einu sýni af arfgerð 3 (649 μg/g þ.v.). UPLC- MS var notað til að greina efnafræðileg fingraför alkalóíðanna, niðurstöður voru settar upp í meginþáttagreiningu (principal component analysis: PCA) sem sýndi að hver arfgerð hafði ákveðið alkalóíðamynstur. Einnig voru gögnin sett upp í PCA hleðslurit (loading plot) og sú greining sýndi að hupA og hupB aðgreinir arfgerð 3 frá hinum tveimur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslenskur skollafingur af arfgerð 3 er góður valkostur sem náttúruleg uppspretta fyrir hupA. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi efnafræðilegra fingrafara og nákvæmrar auðkenningar þegar velja skal plöntuefni til frekari rannsókna.

Samþykkt: 
  • 28.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MG_Thesis_Skemman.pdf1,15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
MG_Yfirlysing_Skemman.png498,44 kBLokaðurYfirlýsingPNG