is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35121

Titill: 
  • "Hér innanhúss hef ég allt": Upplifun stjórnenda af starfsánægju í íslenskum heildsölufyrirtækjum.
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Starf stjórnenda er mjög krefjandi og fylgir mikil ábyrgð. Það að vera stjórnandi í heildsölufyrirtæki felur í sér að afla viðskiptatengsla, auka tekjur og halda verkefnum gangandi fyrir starfsfólk. Þetta kallar á samspil á milli stjórnenda og undirmanna. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á upplifun og reynslu stjórnenda af starfi í heildsölufyrirtæki á Íslandi varðandi starfsánægju og hver ávinningurinn er. Tekin voru tíu viðtöl við stjórnendur sem starfa í heildsölu í dag sem hafa meira en fimm ára reynslu í starfi. Rannsóknin var framkvæmd með djúpviðtölum að hætti eigindlegra aðferða og studd með fyrirbærafræðilegri nálgun. Að henni lokinni komu fram fimm meginþemu. Fyrsta var starfið sem uppfyllir allar mínar væntingar, undirþema þess var ábyrgðin sem drífur mig áfram og að allir stefni í sömu átt. Annað meginþema var mikilvægi þess að ávinningur hljótist af starfinu og undirþemað að fyrirtækið væri í takt við tíma, og það er sigur ef því gengi vel. Þriðja þema var menningin sem skapaðist hér og undirþema að það væri gott að fá hvatningu og umbun, skapa tækifæri og spennandi að starfa í heildsölufyrirtæki. Fjórða meginþema var breytilegt umhverfi og undirþema vinnustress og að finna jafnvægi. Fimmta er að skapa ákveðin tækifæri til neytenda og undirþema var lækkaður kostnaður og meira úrval og að vera leiðandi á markaði. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að upplifun stjórnenda varðandi starfsánægju heildsölu var að laun þyrftu að vera fullnægjandi, samstarfsfólk skipti máli og að verkefni væru krefjandi ásamt umhverfi. Heildsölumarkaðurinn er stór og er mjög breytilegur eftir þörfum neytenda. Stjórnendur þurfa því alltaf að vera tilbúnir í breytingar. Þátttakendur töldu ávinning af starfi sínu oftast vera háðan því að afla meiri tekna fyrir fyrirtækið og mynda enn meiri viðskiptatengsl innan markaðar sem þeir störfuðu hjá. Flestir þátttakendur voru ánægðir í starfi og upplifðu að fyrirtækið hefði komið vel fram við þá og að starfið uppfyllti væntingar þeirra

  • Útdráttur er á ensku

    The job of a manager is very demanding and comes with a lot of responsibility. Being a manager at a wholesale company involves making business relationships, increasing revenue and keeping contracts available for the employs. This calls for interaction between managers and subordinates. The aim of this study is to shed a light on the experience of managers that work in the wholesale industry in Iceland regarding job satisfaction and what the benefits are. Ten interviews were conduction with managers working in wholesale who have more than five-year job experience. The study was conducted by in-depth interviews with qualitative methods and supported by a phenomenological approach. After the interviews, we clearly had five themes. The first theme is the job that fulfilled all my expectations, the sub-theme is the responsibility that drives me forward and that everyone heads in the same direction. The second main theme is the importance of the benefits of the job and the sub-theme is that the company is in line with time, and that it is being successful. Third main theme is the culture that is created, the sub-theme is that is good to get incentives and rewards, creating opportunities and that is exciting to work at the wholesale company. Fourth main theme is the changing environment, the sub-theme would be the work stress and finding a balance at the job. Fifth and last main theme is creating different opportunities for the consumer, the sub-theme is reducing cost, offering more variety of products and be the market leader. Main findings revealed that managers satisfaction in wholesale jobs included the wages being adequate, employees’ matter, having challenging tasks and the work environment. The wholesale market is large and can vary depending on the consumer’s needs. Therefore, managers have to be ready to make changes when that is needed. Participants considered the benefits of their work to be mostly dependent on making more revenue for the company and forming further customer relationships within the market in which they work in.Most participants were satisfied at their job, felt that the company treated them well and that the job met their expectations.


Samþykkt: 
  • 28.4.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DE93CD4B-3215-4493-92C5-8AB3AC23FD07.jpeg2.34 MBLokaðurYfirlýsingJPG
O_liver_lokaskjal_vor2020-1.pdf543.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna