is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35130

Titill: 
 • Áhrif hermináms á teymisvinnu og samskipti í þverfaglegum skurðteymum: Kerfisbundin fræðileg samantekt.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Rannsóknir benda til þess að misbrestir í samskiptum séu meginástæða alvarlegra atvika á skurðstofum. Árangursrík samskipti og þverfagleg teymisvinna á skurðstofum eru því talin vera lykilþættir í öruggri þjónustu við sjúklinga. Notkun hermináms til þjálfunar í heilbrigðisþjónustu hefur aukist verulega á undanförnum árum og er talin árangursrík aðferð til að bæta samvinnu og samskipti þverfaglegra skurðstofuteyma.
  Tilgangur: Að varpa ljósi á og samþætta rannsóknarniðurstöður birtra fræðigreina um það hvort mælanlegur árangur hljótist af að þjálfa samskipti og þverfaglega teymisvinnu á skurðstofum með herminámi.
  Aðferð: Kerfisbundin fræðileg samantekt rannsóknarniðurstaðna birtra fræðigreina frá árunum 2013 til 2020. Heimildaleit var gerð í gagnagrunnum PubMed, Cinahl, Scopus, ProQuest og Web of Science. Notuð voru leitarorðin: Simulation, in situ simulation, non-technical skills, communication, anesthesia, operation, surgery, OR team, interprofessional og operating room.
  Niðurstöður: Heimildaleit skilaði 1743 niðurstöðum en 12 rannsóknir uppfylltu inntökuskilyrði samantektarinnar, helmingur voru meðferðarrannsóknir með hálftilraunasniði en helmingur áhorfsrannsóknir. Í tíu rannsóknum af tólf kom fram marktækur munur á teymisvinnu og samskiptafærni fyrir og eftir herminám. Í tveimur rannsóknum kom fram að samskiptafærni hafði marktæk áhrif á hversu hratt var brugðist við í bráðaaðstæðum og að samskiptafærni varð einnig marktækt verri í bráðaaðstæðum hermináms. Í tveimur rannsóknum hafði starfsreynsla þátttakenda bæði áhrif á frammistöðu og eigið frammistöðumat í herminámi. Viðhorf þátttakenda rannsóknanna til hermináms var jákvætt og fram kom að herminám stuðlaði að jákvæðum hegðunarbreytingum og bætti öryggismenningu.
  Ályktun: Mikilvægt er að leita leiða til að efla samskipti og teymisvinnu og stuðla þannig að bættri útkomu og auknu öryggi fyrir sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerðir. Herminám hefur marktæk jákvæð áhrif á samskiptafærni og teymisvinnu á skurðstofum og er því öflug aðferð til þjálfunar á þeim þáttum. Gæði rannsókna voru í meðallagi miðað við stig gagnreyndrar þekkingar en þörf er á vönduðum rannsóknum um áhrif hermiþjálfunar á samskiptafærni og þverfaglega teymisvinnu á skurðstofum.
  Lykilorð: Samskiptafærni, teymisvinna, herminám, þjálfun, skurðstofur.

Samþykkt: 
 • 30.4.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni MS Heiða Björk Birkisdóttir.pdf2.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis Heiða Björk Birkisdóttir.pdf495.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF