is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35133

Titill: 
 • Samantekt á ábendingum og aukaverkunum krabbameinslyfjameðferða með einstofna mótefnum af flokki ónæmisörvandi lyfja
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Einstofna mótefni af flokki ónæmisörvandi lyfja (varðstöðvahemlar, VSH) hafa valdið miklum breytingum í meðferð gegn ákveðnum tegundum krabbameina. Lyfin virkja ónæmiskerfið til að ráðast gegn krabbameinsfrumum. Meðferðin getur leitt til ónæmistengdra aukaverkana sem geta orðið þess valdandi að fresta þurfi lyfjagjöf eða hætta henni. Markmið rannsóknarinnar var að taka saman upplýsingar um notkun og ábendingar VSH meðferða og kanna þol sjúklinga gagnvart þeim með tilliti til aukaverkana og meðferða við þeim.
  Rannsóknin skiptist í tvo meginhluta, afturskyggnan hluta frá 1. janúar til 31. desember 2019 og framskyggnan hluta frá 1. janúar til 15. mars 2020. Rannsóknarþýðið voru sjúklingar á Landspítala, 18 ára og eldri, sem höfðu fengið að minnsta kosti einn skammt af VSH á tímabilinu. Í afturskyggna hlutanum var gagna aflað úr sjúkraskrám en í framskyggna hlutanum voru regluleg símaviðtöl tekin við sjúklinga með stöðluðum spurningalista.
  Í heildina tók 141 sjúklingur þátt í rannsókninni, 94 í afturskyggna hlutanum og 47 í þeim framskyggna. Meira en helmingur þátttakenda í afturskyggnu rannsókninni (64%) voru með skráða aukaverkun, alls 120 tilfelli. Algengustu aukverkanirnar voru skjaldkirtilstruflanir, húðviðbrögð og liðbólgur. Um 13% sjúklinga þurftu að hætta meðferð vegna alvarlegra aukaverkana. Í framskyggnu rannsókninni greindi mikill meirihluti þátttakenda frá aukaverkunum (96%), alls 369 tilfelli. Flestir nefndu þreytu, mæði og hósta. Aukaverkanir reyndust flestar vægar (94%) en aðeins 6% alvarlegar. Í báðum rannsóknarhlutum voru aukaverkanir oftast meðhöndlaðar með barksterum og þá með lyfinu prednisólón.
  Rannsókn þessi gefur til kynna að meirihluti sjúklinga í lyfjameðferð með VSH fái aukaverkanir. Þær eru þó oftast vægar og viðráðanlegar og flestir geta haldið áfram meðferð þrátt fyrir þær. Aukaverkanir geta eftir sem áður verið alvarlegar og þurfti hluti sjúklinga að hætta meðferð vegna þeirra.

Athugasemdir: 
 • Berglind Eva Benediktsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild, var umsjónarkennari fyrir hönd Lyfjafræðideildar.
Samþykkt: 
 • 30.4.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Arna Ársælsdóttir_27.04.2020.pdf4.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Arna_Arsaelsdottir_2020.pdf524.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF