is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35135

Titill: 
 • Tengsl lágþrýstings í skurðaðgerð við bráðan nýrnaskaða hjá fullorðnum skurðsjúklingum. Kerfisbundin fræðileg samantekt.
 • Titill er á ensku Relationship between intraoperative hypotension and acute kidney injury after noncardiac surgery in adult patients. Systematic litterature review.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Blóðþrýstingsfall er algeng aukaverkun svæfinga og hefur lágþrýstingur í aðgerð verið tengdur verri útkomu sjúklinga með lengri sjúkrahúslegu og hærri dánartíðni. Bráður nýrnaskaði er meðal algengustu alvarlegra vandkvæða sem upp koma í kjölfar aðgerða og síðustu ár hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl nýrnaskaða við lágþrýsting í aðgerð. Hins vegar er ekki ljóst hvar mörk blóðþrýstings liggja, hvaða þættir hafa áhrif þar á og engin almennt samþykkt skilgreining er til á lágþrýstingi í aðgerð.
  Tilgangur: Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að rannsaka tengsl lágs blóðþrýstings í aðgerð við líkur á bráðum nýrnaskaða og kanna við hvaða mörk blóðþrýstings líkur á nýrnaskaða byrja að aukast.
  Aðferð: Gerð var kerfisbundin leit að rannsóknum í gagnagrunnunum PubMed, Scopus og CINAHL auk leitar í sérhæfðum tímaritum á sviði svæfingahjúkrunar og í heimildaskrám greina. Leitað var að greinum birtum á árunum 2010-2020. Greinar voru skimaðar og gæði metin með viðurkenndum gátlistum og leiðbeiningum Joanna Briggs Institute og STROBE.
  Niðurstöður: Þrettán greinar (tólf ferilrannsóknir og ein tilraunarannsókn) uppfylltu skilyrðin með alls 307.538 sjúklinga. Líkur á nýrnaskaða eftir aðgerð voru frá 3,8% upp í 31% eftir tegund aðgerðar og sjúklingaþýði. Tíðni lágþrýstings í aðgerð var allt að 71%. Marktæk tengsl voru milli lágþrýstings í aðgerð og bráðs nýrnaskaða og jukust líkurnar í réttu hlutfalli við alvarleika og tímalengd lágþrýstings. Líkur byrjuðu að aukast við meðalslagæðaþrýsting 65 mmHg og var líkindahlutfall allt að 3,53 við meðalslagæðaþrýsting < 55 mmHg > 20 mínútur. Tengsl milli lágþrýstings í aðgerð og bráðs nýrnaskaða voru sterkari hjá sjúklingum í skilgreindum áhættuflokki fyrir nýrnaskaða.
  Ályktun: Lágþrýstingur í aðgerð reyndist algengur og hafa marktæka fylgni við bráðan nýrnaskaða. Lágþrýstingur er einn þeirra áhættuþátta sem hægt er að hafa áhrif á í aðgerð og ætti sérstaklega að forðast lágþrýsting hjá sjúklingum sem eru í áhættu á bráðum nýrnaskaða.
  Lykilorð: Lágur blóðþrýstingur í aðgerð, bráður nýrnaskaði, svæfing.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Hypotension is a common side-effect of anaesthesia and intraoperative hypotension (IOH) has been connected to worse outcomes, increased hospital length of stay and increased mortality. Acute kidney injury (AKI) is amongst the most common postoperative complications and recent studies have shown a correlation between AKI and IOH. However, we don‘t know whether there is a „safe“ lower limit for intraoperative blood pressure and which factors influence this limit; also there is no universally accepted definition of intraoperative hypotension.
  Purpose: This systematic review examines the relationship between intraoperative hypotension and acute kidney injury and addresses the safe limit for IOH below which the probability of AKI increases.
  Methods: A systematic review was conducted by searching PubMed, Scopus and CINAHL as well as hand-searching journals within anaesthesia nursing and references of the articles identified. Searches were limited to the years 2010-2020. Articles were evaluated using tools from the Joanna Briggs Institute and STROBE.
  Results: Thirteen articles (twelve cohort studies and one RCT) were included with 307.538 patients. The risk of postoperative AKI ranged from 3,8% to 31% by study population and type of operation. Up to 71% of patients had IOH. There was a significant correlation between IOH and AKI increasing with length and degree of hypotension. AKI increased as mean arterial pressure (MAP) fell below 65 mmHg and risk of AKI was 3,5-fold with MAP < 55 mmHg > 20 minutes. Patients at risk of AKI were more sensitive to IOH than others.
  Conclusion: Intraoperative hypotension is common and correlates with increased risk of acute kidney injury. Hypotension is a modifiable risk factor for AKI and one should strive to avoid IOH in patients at increased risk for AKI.
  Keywords: Intraoperative hypotension, acute kidney injury, anesthesia.

Samþykkt: 
 • 4.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerð_HildurÝrG.pdf5.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmuna Hildur Ýr G.pdf297.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF