is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35136

Titill: 
 • Endimörk góðleikans: Efnið sem óveran og illskan sjálf í heimspeki Plótínosar
 • Titill er á ensku The Limit of Goodness: Matter as non-Being and Evil Itself in Plotinus’ Philosophy
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Plótínos segir að efnið sé illskan en til þess að forðast tvíhyggju um gott og illt heldur hann því fram að efnið sé af Hinu góða komið eins og allt annað er. Þannig leiða frumsendur nýplatonismans nauðsynlega til frumspekilega vandamálsins um illsku: Hlýtur Hið góða sjálft ekki að vera illt sem úrslitaorsök algerrar illsku? Þar eð hið huglæga svið er erkitýpa skynheimsins er efnið eftirmynd skiljanlegs efnis þar. Enn fremur er gagntæk samsvörun milli alls í skynheiminum og skilningsheiminum svo hægt er að skoða náttúru efnisins í ljósi eiginleika skilningsefnisins. Með hliðsjón af greiningu á Sófistanum 254b-259a, Níund II. 4, og V. 1 könnum við hin ólíku «hlutverk» Hugans og hinar fimm æðstu frummyndir, og komumst að þeirri niðurstöðu að skilningsefnið er það sama og veran sjálf. Þar af leiðandi uppgötvum við sambandið á milli vera og verunnar, á hvaða hátt megi segja að veran sjálf sé vera, og að veran sé hugarlega fyrirbærið sem er fjærst því sem er handan við veru: handanverunni.
  Til að öðlast betri skilning á eðli efnisins brjótum við til mergjar bæði útskýringu Denis O’Briens á tilkomu þess frá hlut-sál og greinargerð okkar á Níund I. 8 og II. 4. Þannig byrjum við að finna ýmislegt sem er þessum efnum—verunni og óverunni—sammerkt og hliðstæður í sköpun þeirra og í framhaldinu líka á tilurð þeirra tilsvarandi heima sem þau eru undirlagið fyrir. Með áunnin skilning á einkennum efnisins að vopni rannsökum við mörg þeirra vandamála, sem hrjá skilgreiningu efnisins sem illskuna sjálfa, og beitum þessari nýju aðferð og komumst í kjölfarið að mörgum niðurstöðum sem rómaðir Plótínosarsérfræðingar hafa fært rök fyrir. Sér í lagi munu því verða haldið fram að frumspekikerfi Plótínosar sé samræmanlegt þar eð klakklaust getur verið fullyrt að efnið sé illskan vegna þess að það er einfaldlega einskær skortur og það sem er fjarlægast því sem er skiljanlega fjærst Hinu góða. Vegna einslögunar sviðanna gerir þetta að verkum að túlkunin á skiljanlegu efni sem verunni sjálfri styrkist fyrir vikið.

 • Útdráttur er á ensku

  Plotinus equates matter and evil but avoids the dualistic principles of good and evil by claiming it to be descended from the Good or the One like everything else is. Thus the axioms of Neoplatonism necessarily give rise to the metaphysical problem of evil: Must not the Good itself be evil as the ultimate cause of absolute evil? Since the intelligible realm is the archetype of the sense-world, matter is the image of intelligible matter. Further, the constituents of the respective realms are in one-to-one correspondence, so the nature of matter may be examined in relation to the properties of intelligible matter. Through analysis of the Sophist 254b-259a, Ennead II. 4, and V. 1 we explore the different aspects of Intellect and the Five Highest Ideas, arriving at the conclusion that intelligible matter is identical with being itself. Consequently, we discover the relationship between beings and being, in what sense being itself is a being, and that being is the intelligible entity which is furthest removed from that which transcends being: beyond-being.
  For a better understanding of matter’s nature, we delve into both Denis O’Brien’s expose of its generation from the partial soul and into an analysis of Ennead I. 8 and II. 4. Thence, we start to find similarities between the two kinds of matter—being and non-being—and parallels in their creation and the successive genesis of the respective worlds for which they are the substrata. Equipped with the established comprehension of the characteristics of matter we investigate the many problems which plague the definition of matter as absolute evil, applying this new method, thereupon arriving at many of the same conclusions as renowned Plotinian scholars. Explicitly, it will be argued that Plotinus’ metaphysical system is consistent since matter can safely be claimed to be evil because it is simply complete privation and that which is furthest away from that which is intelligibly furthest from the Good. Because of the isomorphy of the realms this, in turn, strengthens the interpretation of intelligible matter as being itself.

Samþykkt: 
 • 4.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf148.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Jónatan Sólon Magnússon - Endimörk góðleikans.pdf1.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna