is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35142

Titill: 
  • Ógilding kröfuábyrgða skv. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þegar stofnað er til skuldar leitast kröfuhafi oftast við að tryggja hagsmuni sína á ýmsan hátt. Kröfuhafi kann í viðskiptum sínum við aðalskuldara að gera áskilnað um veð eða persónulega ábyrgð þriðja manns til tryggingar efndum kröfu sinnar, eða það sem nefnt hefur verið kröfuábyrgð. Fyrir ekki svo löngu var algengt hér á landi að kröfuhafi tryggði efndir kröfu sinnar með ábyrgð þriðja manns og var það mun algengara en til að mynda á öðrum Norðurlöndum. Til að stemma stigu við þá framkvæmd var gert sérstakt samkomulag milli tiltekinna lánveitenda og Neytendasamtakanna um notkun ábyrgða. Það samkomulag var undirritað árið 1998 og bar heitið ,,Samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga“. Samkomulagið átti eflaust þátt sinn í að ábyrgðum fækkaði frá árinu 1996 en aðrir þættir eins og starfsemi Neytendasamtakanna og Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki skiptu einnig máli. Þá tóku síðar lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 við af samkomulaginu. Afleiðingar ábyrgðarskuldbindinga geta verið mjög íþyngjandi fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild sinni. Sá aðstöðumunur sem í flestum tilfellum er milli lánveitanda og ábyrgðarmanns leiðir til aukinnar þarfar réttarverndar þess síðarnefnda. Með samkomulaginu og ábyrgðarmannalögunum var réttarstaða ábyrgðarmanna bætt þar sem bæði höfðu það markmið að draga úr vægi ábyrgða og miða lánveitingar við greiðslugetu lántaka og hans eigin tryggingar. Hvorki í ábyrgðarmannalögum né í samkomulaginu er að finna sjálfstæða heimild til ógildingar ábyrgðarsamnings. Í þeim tilvikum þar sem ekki hefur verið fylgt reglum ábyrgðarmannalaganna eða samkomulagsins við stofnun eða framkvæmd ábyrgðarsamnings hefur því einkum verið stuðst við 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga til ógildingar ábyrgðarsamnings, hafi skilyrðum þeirrar greinar verið uppfyllt og verður um það fjallað í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 4.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð- Ógilding kröfuábyrgða.pdf461.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BA-ritgerð yfirlýsing.pdf421.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF