Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35143
Inngangur: Lyf eru notuð til að lækna og meðhöndla sjúkdóma. Einnig til að greina, koma í veg fyrir eða draga úr einkennum sjúkdóms. Hvernig heimilislæknar taka ákvörðun um val á lyfjameðferð skiptir miklu máli. Hingað til hafa engar rannsóknir verðið gerðar á Íslandi á því hvernig heimilislæknar taka ákvörðun um val á lyfjameðferð. Jafnframt hefur ekki verið kannað hvað sé hægt að gera til að bæta ákvarðanatöku lækna og þar með auka öryggi í lyfjanotkun og mögulega takmarka lyfjakostnað.
Markmið: Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort og hvernig ákveðin atriði hafa áhrif á ákvarðanatöku varðandi lyfjameðferð hjá læknum í heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt hvaða atriði það eru sem hindra rétta ákvarðanatöku. Að lokum hvaða þættir væru mikilvægastir til að auðvelda ákvarðanatöku.
Aðferð: Við framkvæmd rannsóknar var megindlegum aðferðum beitt. Sendur var rafrænn spurningalisti með tölvupósti á alla starfandi heimilislækna í landinu. Spurningalistinn var samsettur úr lokuðum spurningum, opnum textaboxum og röðunarspurningu. Excel var notað við greiningu gagnanna.
Niðurstöður: Alls svöruðu 93 læknar spurningalistanum og var svarhlutfallið 40,7%. Niðurstöðurnar sýna að læknar telja að klínískar leiðbeiningar, upplýsingar í sérlyfjaskrá og eigin reynsla séu mikilvægastar við val á lyfjameðferð. Þá er skortur á milliverkanaforriti sem tengist sjúkraskrá sjúklings eitthvað sem læknar eru mjög sammála um að sé hamlandi þáttur í ákvarðanatöku. Þau atriði sem mikilvægast væri að laga til að auðvelda ákvarðanatöku lækna eru innlendir lyfjalistar og milliverkanaforrit sem tengist sjúkraskrá sjúklings.
Ályktun: Niðurstöður benda til að margir þættir gætu stutt heimilislækna í dag til að taka réttar ákvarðanir við val á lyfjameðferð. Þessar niðurstöður ættu að hvetja viðeigandi stofnanir til að vinna með þessi atriði í því skyni að styðja við lækna í heilsugæslu til að bæta gæði í lyfjameðferð.
Introduction: Medicine is used to cure and treat diseases and illnesses. Different medicines can also be used to diagnose, prevent or reduce the symptoms of disease. How general practitioners decide on the choice of medication is of great importance. To date, no research has been conducted in Iceland on how general practitioners decide on the choice of drug treatment. Furthermore, what has been done to improve physicians' decision-making, thereby increasing drug safety and potentially limiting drug costs, has not been explored.
Objective: The objective of this study is to investigate whether and how certain factors influence decision-making regarding drug treatment by healthcare practitioners in Iceland. The study is also meant to identify the factors that hinder proper decision-making. Finally, which factors help the most in the decision making.
Method: Quantitative methods were used in the research. An electronic questionnaire was emailed to all working general practitioners in Iceland. The questionnaire was composed of closed questions, open text boxes and ranking questions. Excel was used to analyse the data.
Results: A total of 93 physicians answered the questionnaire making the response rate 40.7%. The results show that physicians believe that clinical guidance, prescribing information and personal experience are the most important factors when choosing medication. The doctors strongly agree on that the lack of an interaction program associated with the patient's medical record is a decisive factor in decision-making. The most important issues that need to be addressed in order to facilitate physicians' decision-making are national drug lists and a drug-related interaction program.
Conclusion: Results indicate that many factors could improve the decision making when choosing medication. The findings should encourage appropriate agencies to support physicians to improve the quality of medication in treating illnesses.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrifaþættir í vali heilsugæslulækna á lyfjameðferð. Yrsa..pdf | 2.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Yrsa.pdf | 179.34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |