is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35144

Titill: 
  • Þekking að ofan: Miðlun þekkingar og reynslu þjálfara í boltagreinum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á bak við hvern farsælan íþróttmann, lið eða íþróttasamtök eru vandaðir þjálfarar. Þjálfarar eru mikilvægur partur af liði þar sem þeirra hlutverk er að miðla þekkingu og reynslu til leikmanna. Íslenskir þjálfarar hafa verið að ná athyglisverðum árangri á erlendri grundu. Því er markmiðið með rannsókninni að skyggnast á bak við hlutverk þeirra sem stjórnenda að baki íþróttaliði og sjá með hvaða hætti þeir miðla sinni þekkingu og reynslu áfram til leikmanna. Tekin voru níu viðtöl við þjálfara í efstu tveimur deildunum í handbolta, fótbolta og körfubolta. Auk þess voru skoðuð fyrirliggjandi gögn og upplýsingar á vefsíðum íþróttafélaganna, sérsambanda og ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) sem rannsóknarspurningum var ætlað að svara. Miðað rannsakandi niðurstöður sínar út frá svörum þjálfara í þessum þremur boltagreinum. Notast var við eigindlega aðferðarfræði og aðferðafræði grundaðra kenninga við að ná góðum og haldbærum niðurstöðum.
    Niðurstöður benda til að hlutverk þjálfara sé margslungið og ekki einfalt. Þjálfarar miðla þekkingu sinni á tvenna vegu, annars vegar innan vallar og hins vegar utan vallar. Byggist miðlun þeirra mest megnis á að koma leyndri þekkingu til skila með því að láta leikmenn framkvæma og endurtaka hreyfingar inni á vellinum. Myndbandsfundir eru líka mikilvægt tól í miðlun þekkingar þjálfara til leikmanna. Með tilkomu forritsins Sideline, hafa þjálfarar náð að skipuleggja sitt efni, sem byggist á reynslu þeirra og þekkingu, enn betur sem síðan skilar sér í betri nýtingu á tíma og ákvarðanatöku í vali á æfingum. Í rannsókninni var einnig rætt við þjálfara um aðkomu sérsambanda í menntun og fræðslu til þjálfara. Niðurstöður varðandi þá þætti sýndu fram á að sérsamböndin eru að standa sig vel í menntun og öðru fræðsluefni til þjálfara.

Samþykkt: 
  • 4.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefnitilkynning.pdf477.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þekkingaðofan2020-lokaskil2.pdf921.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna